Sagði Erlendur Gíslason um ritgerðina mína, annar leiðbeinenda minna. Ég hváði aðeins og spurði á móti hvort hún væri of aggresív? Hann svaraði snöggur, nei alls ekki, þú ert bara að velta upp hlutum sem ekki hefur verið gert áður. Hún ber merki reynslu þinnar af byggingamarkaðnum, og augljóst að 23ja ára nemandi hefði skrifað öðruvísi ritgerð um þetta efni.
Ég þakkaði fyrir og sagði honum að þetta væri búið að vera fróðlegt að nálgast þessi mál frá lögfræðilegu hliðinni og afar gagnlegt að kynnast þeim (Erlendi og Othari). Hann sagði það vera gagnkvæmt frá þeirra hendi og þeir væru sammála um að þetta væri ný og athyglisverð nálgun.
Ég er sem sagt búinn að skila BA ritgerðinni minni. Þetta var brot úr samtali við það tækifæri, ég var ánægður með viðtökurnar og er svona í og með að monta mig svolítið yfir viðbrögðunum. Hún fór í prentun í morgun og tilbúin um hádegið, innbundin.
Svo nú er þessum skyldum vetrarins lokið. I fly away...... og við taka skyldur sumarsins.
Vinna, flytja, lifa og leika sér.
3 ummæli:
Til hamingju með að vera búinn að skila! Hún leit glæsilega út, hlakka til að lesa hana við tækifæri!
Eigðu svo rosalega gott sumar!!
Til hamingju með ritgerðarlokin og þær viðtökur sem hún fékk. Verð að fá að lýta á hana við tækifæri.
Kveðja Davíð
Til hamingju elsku bróðir með að vera orðinn lögfræðingur, þar kom að því að við fengjum lögfræðing í fjölskylduna, og er ekki annar nýr lögfræðingur að fæðast núna líka?(Dúdda) -Og amk tveir nýjir á leiðinni (Maggi og Íris)
-flott hjá þér.
sys
Skrifa ummæli