Er áttatíu og fimm ára í dag. Hún er hvunndagshetja. Hún lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Mamma er blind. Hún er hjartveik. Hún er með alsheimer. Hún er í hjólastól. Hún kvartar aldrei, kann það ekki. Henni líður alltaf vel, of vel segir hún stundum.
Hún segir að lífið sé of stutt.
Við héldum henni veislu í dag. Hún var í essinu sínu. Sagðist lítið hafa sofið fyrir spenningi. Gjafirnar voru föt. “Ég hef aldrei átt svona mikið af fallegum fötum sagði hún, mig vantar kommóðu.
Sagan hennar er sveipuð fórnfýsi. Hversu marga útigangsmenn tóku þau inn á heimilið sitt? Hef ekki tölu á því. Hversu mörg “vandræðabörn”? Veit það ekki heldur.
Að starfa þannig að vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri gerir, varð hlutskipti hennar. Þeirra beggja.
Hún hefur aldrei skreytt sig með þessu.
Hún á launin inni.
Guð blessi hana.
2 ummæli:
Já Guð blessi hana svo sannarlega. Einn sumarhluta var ég hjá þeim heiðurshjónum og á ég ekkert nema góðar minningar um hana blessaða. Og til hamingju með afmælið hennar.
Kær kveðja Kiddi Klettur
Sammála, man vel eftir öllum útigangsmönnunum sem bjuggu inni á heimilinu hjá okkur og voru bara eins og einir af fjölskyldunni.
Hún er "best of the best of the best" eins og einn vinur minn segir stundum.
Elska hana TAKMARKALAUST.
Skrifa ummæli