fimmtudagur, janúar 25, 2007

Leikslok

Ekki bara Ísland – Pólland í handbolta. Baugsmálið var til lykta leitt í dag. Það átti meiri athygli mína en handboltinn. Frávísanir á flestum kæruliðum og sýkna á þeim fáu sem voru eftir dómtækir. Ég verð að segja að niðurstaðan kemur mér ekki sérlega á óvart. Vísa í pistil hér á síðunni frá 21. september 2005 um málið því til stuðnings.

Verð ég að segja að ég er afar ósammála fyrrum lærifeðrum mínum þeim Jóni H. B. Snorrasyni og Sigurði Tómasi Magnússyni saksóknurum í málinu sem gera lítið úr þessu og telja þetta embættinu ekki til vansa.
Saksóknaraembættið hefur sett niður, það sér hver heilvita maður og verður að teljast ótrúlegt yfirklór að halda öðru fram. Það er lenska hér á landi að menn fá yfirleitt meira kredit fyrir að játa mistök sín en að krafsa yfir klúður sitt.

Baugsmenn eiga nú, eins og ég óttaðist, inni skaðabætur hjá “okkur”

Þannig er það nú bara.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski koma Baugsmenn fram með skaðabótakröfur en það kæmi mér heldur ekki á óvart að þegar skaða
bæturnar væru fengnar þá gæfu þeir einhverju góðu málefni bæturnar...
Þessi óvild Davíðs hefur kostað "okkur" skildinginn.
Hefur þú lesið bókina Jón Ólafsson eftir Einar Kárason sem kom út í fyrra?
Býsna fróðleg lesning um mál manns sem ekki var í náðinni hjá Bláu höndinni.
Sjáumst í kvöld
Gerða sys