sunnudagur, janúar 28, 2007

Talandi um hefðir...

...þá komum við systkinin saman í gærkvöldi og borðuðum þorramat og var þetta í þrítugasta skipti sem við hittumst í þeim tilgangi.
Þegar við hófum þennan sið vorum við, eins og gefur að skilja, öll yngri og börnin okkar ennþá börn, þeirra sem áttu þau. Þetta var því bara þessi þröngi hópur sem kom saman. Lífsins gangur kallar á stækkun fjölskyldna og þessvegna stækkaði hópurinn smátt og smátt þegar börnin okkar fóru að koma með okkur.
Síðasta ár voru nálægt fimmtíu sem komu saman hjá Gerðu og þröngt um manninn í hennar rúmu húsakynnum. Það blasti orðið við sú staðreynd að hópurinn var orðinn svo stór að annaðhvort var að breyta mynstrinu og hafa þetta í sal eða hverfa til upphafsins og þrengja hringinn utan um okkur systkinin aftur. Sem varð úr. Við tókum ákvörðun um að þetta yrði aftur systkinahópurinn sem kæmi saman.
Gærkvöldið var afar notalegt. Þetta var hjá Danna og gerði hann (þau) þetta af miklum myndarskap eins og við var að búast. Maturinn góður og hópurinn náði vel saman svo úr varð virkilega notaleg kvöldstund.
Við ræddum um að skoða kannski jólahitting með einhverju formi þar sem öll stórfjölskyldan væri boðin, börn og barnabörn - það verður skoðað betur. Svo munum við rækta vinaböndin í sumargrillinu um verslunarmannahelgina þar sem allir koma saman.

Þetta er góð garðrækt því eins og máltækið segir: “Maður er manns gaman".
Mér líkar þetta, verð ég að segja.
Takk fyrir mig

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er innilega sammála um að þetta var virkilega notalegt kvöld og gaman að vera bara "gömlu settin"
Það varð öðruvísi stemming en þegar allir eru.
Og með jólahitting er ég alveg sammála það er gert í fjölskyldunni hans Gústa tengdasonar míns og er alltaf nefnd kosin um hver jól sem sér svo um næsta jólahitting.
Svo heyrði ég í Hansa í morgun þar sem hann var á gangi inni á Steinheiði inn við Þrihyrning og sagði honum frá ákvörðuninni um að fjölmenna á næsta Þorrablót í Fljótshlíðinna og leist honum glimrandi vel á. Hann verður í skemmtinefnd og getur útvegað okkur borð á besta stað.
Gaman saman.
MBKV
Gerða sys