....sagði hann við mig hjálparsveitarmaðurinn sem ég talaði við í dag upp við Sog, reyndur miðaldra karl. Það getur verið hollt að hafa þann vísdóm með sér í ferðalagið.
Ég er að fara í veiði um helgina og ætla að hafa þetta í farangrinum mínum sem varnaðarorð.
Það er gremjulegt hversu oft er stuttur spottinn sem skilur milli feigs og ófeigs.
Ég hef oft vaðið straumvötn og þekki kraftinn í ólgandi vatninu. Oft hef ég hugsað um, hvað ég gerði ef hann felldi mig...? Maður reiknar með að synda til lands sem líkast til er mikil bjartsýni. Gráðurnar eru ekki margar í íslensku fjallavatni og eflaust auðvelt að krampa.
Þessi vesalings maður sem týndist í Soginu og lítil von er til að finna, hefur vafalítið hugsað á svipuðum nótum.
Biðjum fyrir fólkinu hans sem bíður vonlítilli bið eftir fréttum, jafnvel bara að hann finnist... lífs eða liðinn og sérstaklega fyrir syninum sem var með honum við veiðarnar.
Biðjum um líkn með þraut.
1 ummæli:
Já, svoooo sorglegt! Þið veiðikarlarnir allir verðið að fara varlega í þessum ám. Þetta er ekkert grín!
Þín dóttir, Íris
Skrifa ummæli