mánudagur, september 24, 2007

Hjalli bróðir minn...

...er ekki vel haldinn núna. Flestir lesendur mínir vita um heilablæðinguna sem hann lenti í á föstudagskvöldið. Hann er algjörlega lamaður vinstra megin og er með bjúg á heila sem þó er ekki svo svæsinn að opna þurfi höfuðkúpuna, allavega ekki ennþá. Hann sefur mikið og mókir en er alveg klár í kollinum, er að velta fyrir sér vinnunni, hvað þurfi að gera á morgun og þessháttar. Á þó erfitt með tal. Það blæddi hægra megin sem er betri helmingurinn, sagði hjúkrunarfræðingurinn. Það er að segja að það er skárra að blæði þeim megin, það skemmir síður sinnið, en lamar líkamann.

Það er vont að horfa á bróður minn svona á sig kominn. Ég bið þess að Guð gefi honum máttinn aftur. Það verður erfitt fyrir orkubolta og lífskúnster eins og hann að takast á við hjólastólinn ef hann er framtíðin, þó auðvitað verði það þakkarvert ef ekki fer verr.

Ég biðla til ykkar sem lesið bloggið mitt að bera hann bænarörmum næstu daga, þeir skera úr um hvernig honum reiðir af.

Já dagarnir eru misgóðir.........!

2 ummæli:

Eygló sagði...

Hæ elsku pabbi, við hér á mínum bæ biðjum fyrir honum og fjölskyldunni hans og að hann megi ná fullri heilsu á ný! Kveðja Eyglóin þín

Nafnlaus sagði...

Við verðum líka með í bænunum.

kveðja Kiddi Klettur og co