fimmtudagur, september 27, 2007

Hjalli...

...var aftur með hita í morgun, 38 gráður. Hann hefur ekki fengið máttinn aftur í vinstri hliðina. Talaði við Sigrúnu í dag, hún sagði hann aðeins slakari í dag en í gær. Blóðþrýstingurinn er samt mun betri.
Bænin skiptir máli, það hafa vísindamenn getað sýnt fram á. Ég held í það hálmstrá að bænir margra hafi vægi á þessari vogarskál, og hún fari að síga í rétta átt. Því bið ég ykkur að halda áfram og toga fast í bænaspottann.
Eitt atriði benti Kristur okkur á í Matteusarguðspjalli varðandi bænina, hann sagði: "Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim". Langar að planta þessu versi í ykkur varðandi Hjalla

....og biðja ykkur að vera einhuga um eitt aðalatriði. LÆKNINGU......!

Engin ummæli: