miðvikudagur, september 26, 2007

Enn af bróður......

Ég hitti hann í dag. Hann lítur betur út. Ekki eins þrútinn og skilst betur það sem hann segir. Hann fékk 39° hita í gærkvöldi og var fárveikur. Læknarnir óttuðust að þetta kynni að vera þvagfærasýking eða jafnvel lungnabólga.
Þeir dældu í hann breiðvirkandi pensilíni sem virkaði svona vel að hitinn var að mestu farinn í morgun.
Hann hefur enn engan mátt. Reyndar taldi sjúkraþjálfari sem kíkti á hann í morgun að hann greindi smá viðmót bæði í handlegg og fæti. Ef það reynist rétt er það kannski eitthvað sem hægt verður að byggja á þegar kemur að þjálfun.

Hafið bestu þakkir fyrir fyrirbænir og kveðjur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var hjá honum seinnipartinn í gær, hann er kominn á almenna deild, og á meðan ég var þar voru mæld lífsmörkin, eins og þeir kalla það, Blóðþrýstingurinn var 133/87, hitinn rétt rúmlega 37 og sykurinn 6. Súrefnismettunin var víst aðeins of lítil. Honum finnst líka vont að hafa súrefnið í nefinu og er að færa það til og þá kannski fer það ekki alveg rétta leið.
Ég trúi að hann eigi eftir að ná sér alveg.
Höldum bara áfram að biðja fyrir honum og fjölskyldunni.
Gerða sys