Hún ríður ekki við einteyming tæknin. Ég sit hér í bústaðnum og var að skoða veðurlýsingar á veraldarvefnum af leiðinni sem við förum í dag, Landmannalaugar og svæðið þar í kring. Við erum að tygja okkur af stað og munum eyða deginum í ferðalag um hálendið. Ég á von á skemmtilegum degi. Hendi inn myndum þegar tækifæri gefst.
1 ummæli:
Er ekki fínt tækifæri núna? Kominn heim og svona ;)
Hlakka til að hitta ykkur mömmu næst og sjá myndir :)
Skrifa ummæli