...byrjaði seint þetta árið og alls ekki nógu vel heldur. Við Danni fórum í hálendisferð og reyndum að veiða í Kvíslarveitum og fleiri vötnum á hálendinu en afraksturinn var ekki til að hrópa húrra yfir. Þetta var samt skemmtun eins og svona flækingur er alltaf. Núna veit ég t.d. hvernig umhverfið lítur út þarna norðurfrá sem ég vissi ekki áður. Íslensk fjallafegurð er engri lík og jafnast fátt á við íslenskar sumarnætur á hálendinu. Það var reyndar fullhvasst á okkur og má segja að það sem hélt litla kúlutjaldinu frá því að fjúka vorum við sjálfir sofandi í látunum þar sem allar festingar voru búnar að slíta sig lausar.
Afraksturinn voru fimm fiskar..... Jú það er nóg á grillið. Hugmyndin er samt að fara fljótt aftur á veiðar.... þarf að bæta á matarforðann.
Íslandus ísbar hefur farið afar vel af stað. Við nálgumst mánaðarafmælið sem verður á mánudaginn. Það eru spennandi tímar framundan, lífið er skemmtilegt og um að gera að njóta þess, sumarið er stutt og því afar hentugt að nota það vel. Fjallaferð er í pípunum og allskonar aðrir skemmtilegir hlutir.
Njótið daganna gott fólk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli