Marga hittir maður á lífsgöngunni sem á einhvern veg hitta mann svo þægilega að maður man eftir þeim. Jafnmarga... eða fleiri rekst maður á sem skilja líka eftir sig spor en ekki eins þægileg og jákvæð. Ég hef rekist á hvorttveggja.
Mér finnst miklu betra að umgangast fólk sem er jákvætt og bjartsýnt að eðlisfari en bölsýnisfólk. Það veitir mér innblástur að umgangast fólk sem glitrar af hugmyndaauðgi og framkvæmdakrafti. Á sama hátt dregur það úr mér vígtennurnar að umgangast fólk sem finnur foráttu í öllum hlutum.
Þess vegna er ég svona sérlega ánægður með alla þá sem fyrrtöldu kostina prýða. Þeir eru sem betur fer ófáir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli