fimmtudagur, júlí 29, 2010

Verslunarmannahelgi

Hann heitir víst frídagur verslunarmanna þótt rangnefni sé því sennilega er engin starfsstétt vinnusamari um þessa helgi en einmitt verslunarmenn. Það kemur auðvitað til vegna þess hversu landinn er duglegur að skemmta sér þessa helgi og krefst mikillar þjónustu í kringum það.

Of oft hefur þessi helgi verið sá tímapunktur hjá mörgum sem allt breyttist. Of margir hafa séð á eftir ástvinum sem hafa látið lífið á þjóðvegunum, þeir vildu að þessi helgi hafði aldrei runnið upp. Of margir koma heim með tilveruna í molum eftir afleiðingar nauðgana og ofbeldis, þeir vildu líka að þessi helgi hefði aldrei orðið.

Í lífinu gilda hin fornu sannindi "hver er sinnar gæfu smiður". Að hafa vaðið fyrir neðan sig er að gera ráðstafanir fyrirfram. Að láta ekki kringumstæðurnar stýra ferðinni heldur stýra kringumstæðunum sjálfur.

Ég vona að þessi helgi verði góð og laus við vondar fréttir á mánudaginn. Farið varlega með ykkur gott fólk og gangið hægt um gleðinnar dyr.

4 ummæli:

TB sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Flott breyting á síðunni þinni vinur minn. Ég fæ talsverða traffík á síðuna mina með því að setja upp áskrift af pistlunum mínum beint á facebook. Þannig að allt sem ég blogga um kemur sem færsla í fb. Mér finnst sjálfum gaman að blogga og tek það fram yfir fb.
k.kv,
Teddi

Nafnlaus sagði...

allt er þá þrennt er. Ég skrifaði fyrri ummælin sem innskráður á eldgamalt blogg sem ég prófaði einu sinni hér á blogspot en hef aldrei notað. Eyddi færslunni því út og setti hana aftur inn sem "nafnlaus".
k.kv.
Teddi

Erling.... sagði...

Takk fyrir það, ég var orðinn leiður á gamla útlitinu. Þetta lítur mun betur út. Já ég veit af möguleikanum að tengja við fésið. Hef einstaka sinnum gert það, þá helst ef mér hefur fundist eitthvað sérstakt eiga erindi við fólk.
Njótið daganna...