“Þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”. Þetta er einfaldasta mynd kirkju, þ.e.a.s. þar sem kirkja er flokkuð sem fólk. Þetta er loforð ekki satt? Þegar því er velt upp fær spurningin um gullið og græjurnar kannski nýjan flöt. Þá er ekkert í hinu ytra sem skiptir máli nema þessar tvær eða þrjár sálir sem hafa komið sér saman um að hittast til að tigna Jesú Krist. Hann sagði að hann myndi mæta á staðinn. Víst er að hann stendur við það.
Spurning unga mannsins var góð og athyglisverð fyrir margra hluta sakir og alls ekki sorgleg. Spurningin kom ekki heldur úr neikvæðu hugarfari, heldur huga bráðgreinds manns sem veltir fyrir sér spurningunni um hvað er hismi og hvað eru hafrar. Það er ekkert sorglegt við að velta því upp. Dapurlegra er ef kirkjunnar menn án neinna forsendna segja manninn lifa og hrærast í neikvæðu umhverfi, aðeins á grundvelli spurningar sem sett var fram af hreinum huga og að hann sjái ekkert jákvætt við kirkjur eða jafnvel Guð. Slíkt er órafjarri hugsun þessa manns.
Ég hef velt spurningunni nokkuð fyrir mér, hún verður ekki krufin á einfaldan hátt með skautun á yfirborðinu, hún er krefjandi – fyrir þann sem vill skoða málið, með opin augun.
Njótið daganna.
3 ummæli:
Hver finnst þér munurinn vera?
Mikið er ég sammála því að nærvera Guðs fer ekki eftir umgjörð, heldur eftir því hvort einhver sé hyggin, hvort einhver leiti hans (Sálmur 14.2).
Það hefði verið snjallt hjá þér í fyrra blogginu að geta þess af hvaða toga spurningin var, þ.e. Hismi vs Hafrar, hver er munurinn? Eðlilegt og gott að velta orðinu fyrir sér. Hins vegar var framsetning þín afar neikvæð og samasemmerki sett á milli auðsöfnun Kaþólsku kirkjunnar og tækjamála kirkjunnar, væntanlega Hvítasunnukirkjunnar, það finnst mér sorglegt en ekki athyglisvert.
Hvað varðar hugarfar unga mannsins hafði ég á orði að þessi pæling hefði e.t.v. ekki rist djúpt, enda var það svo sem ekki hann sem setti þetta upp á netinu.
Og kæri frændi, ég vænti þess að skrif þín á netinu séu þín en ekki einhvers annars. Þannig er það líka með mín skrif, þau eru mínir þankar en ekki einhverra annarra, þegar ég kvitta undir með nafninu mínu, þá er það ég en ekki kirkjan.
Ég vil leggja mína krafta í að njóta nærveru Guðs og baða mig í hans ljósi. Hvað varðar kirkjuna mína ætla ég að horfa á allt hið góða sem er að gerast, ef þarf að brenna eitthvert hismi í burtu, eftirlæt ég Heilögum Anda það verk að finna og uppræta það. Ef maður fer að grafast fyrir um það sjálfur, þá er hætt við því að maður festist þar og gleymi því jákvæða og góða og missi þ.a.l. af miklu.
Veit ekki hvers vegna nafnið mitt vistaðist ekki en ég á komment nr. 2.
Kveðja,
Heiðar
Skrifa ummæli