þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Í svarthvítu eða lit?

Ég sé ekki.
Ég finn ekki .
Ég heyri ekki
Allt gott hjá mér…...aðferð Strútsins (!)

Hafa skal það er sannara reynist! Mikið vit í gömlu íslensku málsháttunum. Hvað stöndum við oft frammi fyrir kringumstæðum sem við þurfum að taka afstöðu til. Vega og meta og hafa síðan það er sannara reynist.

Stundum hefur mér dottið í hug atferli þessara fögru fugla (þetta er reyndar þjóðsaga, Strútar stinga ekki hausnum í sandinn) þegar ég heyri fólk tala um hluti sem það óskar svo heitt að séu sannir og réttir þótt agnúarnir stingi í allar áttir eins og nálapúði.
Strúturinn sem afneitar umhverfinu sér auðvitað ekki það sem hræddi hann, en líklega er það þægilegt….um stund.
Réttlætanlegt? Að vissu marki, því eðli hlutarins vegna skaðar það sennilega engan meira en hann sjálfan. Allavega meðan hann fær ekki aðra til að gera það sama.

En auðvitað breytist ekkert með því að neita að sjá eða heyra. Umhverfið kallar stöðuglega á viðbrögð okkar. Sumt er þægilegt og gott að takast á við. Annað eru óþægilegar staðreyndir sem erfitt getur verið að horfast í augu við. Þá kann að vera þægilegt “að sjá ekki”.
Fjöldi einstaklinga hefur þennan hæfileika. Létt og leikandi horfa framhjá misfellunum og brosa en …. með lokuð augun.

Best er að vera jákvæður á umhverfið, án þess þó að gleyma raunsæi rökfræðinnar sem gerir greinarmun á annarsvegar jákvæðni og neikvæðni og hinsvegar réttu og röngu.
Hafa skal það er sannara reynist….Stundum er það óþægilega hliðin.

Þetta var nú bara svona smá þankagangur um lífið og tilveruna.

Enn einn fallegur dagurinn.
Eigið hann frábæran og góðan.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Athyglisvert