...sagði Bjarni heitinn Benediktsson og bætti við "þá gert er".
Það verður aldrei hægt að fyllyrða um hvernig lífið væri í dag ef þetta eða hitt hefði gerst...eða ekki gerst.
Það getur samt verið gaman að velta því fyrir sér. Hvað t.d. ef afi þinn og amma hefðu ekki hist...?
Tækifærin eru víða við veginn okkar og án efa hefurðu oft gengið framhjá þeim annaðhvort ekki sjáandi eða heyrandi og misst af þeim fyrir vikið. Allir eru undir þessum sama hatti. Hefurðu syrgt glatað tækifæri? Það borgar sig ekki. Kannski hefði tækifærið mistekist. Og kannski heppnast. Ekki gott að segja.
Best er að lifa í þeirri trú að sennilega hafi þrátt fyrir allt verið best að sleppa tækifærinu og gera ráð fyrir að það hefði ekki sett þig á betri stað en þú ert á núna.
Það heitir að vera sáttur við sjálfan sig. Ef þér tekst það ásamt því að vera sáttur við Guð og aðra menn þá ertu á fínum stað.
Eigið góðar stundir
1 ummæli:
Nú er ég meira að segja sammála þér !
Skrifa ummæli