þriðjudagur, september 14, 2004

Önnur tilvitnun......

af svipuðum toga.
"Prédikarar segja: Gerðu það sem ég segi, en ekki: gerðu það sem ég geri"
(John Selden)

Þetta á að sjálfsögðu ekki við um alla. Kannski fáa - en samt of marga.
Commentið hennar Örnu á síðasta pistli þar sem hún minntist á aðra tilvitnun. "Prédikaðu fagnaðarerindið án afláts og ef þú mátt til, notaðu þá orð" er líka góð.
Þeir eru líklega miklu fleiri sem lesa fimmta guðspjallið en hin fjögur. Fimmta guðspjallið er líf kristins manns. Það er ekki sama hvað stendur þar. Verk hrópa hærra en orð. Það var þetta sem mér datt í hug þegar ég rakst á orðin hér fyrir neðan um strandvitann sem ekki blæs í þokulúðra, heldur lýsir bara. Ef ekki er samhljómur í ræðu og daglegu lífi þess sem prédikar, missir hún marks, verður lúðurhljómur og breytist í andhverfu sína.

Eigið góðan dag.

3 ummæli:

Heidar sagði...

Það er ekki vafi: "Lifuð prédikun er mun sterkari en töluð!" Enda segir Páll í 1 Kor. 9.27: "Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur." Hann leggur mikla áherslu á að sá sem prédikar þarf að vera fyrirmynd og að til þess að svo sé þurfi sá hinn sami að þjálfa sig og aga.

Kletturinn sagði...

Ég er svo þakklátur fyrir hvernig ég predika bara með verkum en ekki tómum orðum. Líklega er ég bara fyrirmynd. Bestu kveðjur Kiddi Klettur

Nafnlaus sagði...

Þetta er mikið rétt!! Verkin hrópa MUN hærra en orðin. Maður sér það glöggt á barnauppeldinu ;) Það þýðir ekkert að segja eitt en gera allt annað.
kv. Íris