smáa letrið. Ég var í prófi í gær í skaðabótarétti, eða réttara sagt verkefni til lokaprófs. Sat við í 10 klst. Verkefnið virtist í fyrstu ekki vera svo flókið. En þegar betur var að gáð voru alveg ótrúlega margir þættir sem laumað var inní sem hægt var að missjást með. Það er ekki ofsögum sagt að það er ekki alltaf allt sem sýnist.
Held samt ég lofi engu um hvort ég birti einkunnina hér á síðunni :-) … tek afstöðu til þess síðar.
Dagurinn í dag verður ekki alveg eins ásetinn sem betur fer.
Samt ágætt að sökkva ofaní fræðin stundum
Bush og Kerry komnir í hár saman. Ástþór orðinn enn vitlausari. Kennarar gengnir af göflunum. Nýr forsætisráðherra aldrei óvinsælli. Menn að tapa og græða.
Fræðin samt alltaf á sínum stað.
Svona er lífið.
Eigið góðan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli