mánudagur, september 06, 2004

Eru þeir alveg í lagi...

kennararnir? Ætli þeir haldi að maður hafi ekkert annað að gera en að lesa. Ef þú vilt fræðast um dóma Hæstaréttar skaltu tala við mig. Tuttugu og tveir dómar fyrir morgundaginn. Ég held nú að þetta sé met. Það skal þó viðurkennast hér að ég er ekki búinn að lesa þá nærri alla, 15-20 síður hver :-(
Allir snúast þeir um sama hlutinn....(!) þó málefnin séu eins misjöfn og þeir eru margir, að finna réttinn, réttlætið. Það er kannski sá þátturinn sem mér finnst einna mest til um í lögfræðinni. Það er göfugi þátturinn.

Lögfræðin, með áherslu á "fræðin" gengur út á þetta í hnotskurn, að leita réttlætisins. Kennarar lagadeildarinnar kenna að fyrstu lögin hafi komið frá Guði...rótin er þannig góð. Fræðin eru víðáttumeiri og stærri lendur en mig óraði fyrir. Þetta er góð heilaleikfimi.

Var að stelast frá dómalestri og er hættur því núna.

Guð blessi ykkur.

Engin ummæli: