sunnudagur, janúar 16, 2005

Nú blæs hann........!

Það er útsynningur og stormél með honum. Notalegast er að vera ekkert að fara út á svona dögum. Ég ætla þó að fara að tygja mig. Ég ætla að skreppa til hennar móður minnar á spítalann. Síðan ætla ég að kíkja á íbúðina hans Tedda og hennar Kötu í Fellsmúlanum en þau eru búin að fá afhent – til hamingju með það krakkar.

Þeir sem ekki vita þá átti Perlan mín afmæli í fyrradag. Hún varð víst 35 ára (eftir að hún breytti kennitölunni sinni aðeins). Gott hjá henni, til hamingju með ungan aldur krúttlan mín.
Í gær hélt svo hún Hrund mín síðbúna afmælisveislu en hún varð 16 ára 8. jan. svo gærdagurinn var gestkvæmur. Til hamingju með aldurinn Hrunslan mín.
Það er skrítið að hún skuli vera orðin svona “öldruð” stúlkan – það er svo stutt síðan hún fæddist.

Annars er tíðindalítið héðan úr Vesturberginu núna. Skóli og vinna hafa tekið völdin.
En eins og máltækið segir þá eru engar fréttir góðar fréttir.

Njótið lífsins vinir.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara smá ábending ;)
Það er búið að hækka sjálfræðisaldurinn uppí 18 svo hún er nú ekki alveg orðin sjálfráða ;)
En gott að allt er fínt að frétta!!
Sjáumst
kv. Íris

Erling.... sagði...

Hver bauð egginu að kenna hænunni....? en Það er alveg rétt, þessu var breytt í janúar 1998. Laganeminn grafinn lifandi núna úps.

Nafnlaus sagði...

Ekki vissi ég nú hvenær en vissi að búið var að breyta þessu :D
Hafðu það gott og ég hlakka til að koma í heimsókn næst og skvísurnar mínar líka ;)
Þín elsta dóttir
Íris

Nafnlaus sagði...

Pabbi!! Til hamingju með eftibúandi pæjurnar þínar;);) Alltaf gaman þegar afmæli er. Hafið það ofsa gott í lagaskólanum og í framkvæmdavinnunni;);) Þið eruð svo flott;);) Arna uppáhald!!