ef hann slyppi ekki alltaf. Hvernig líst ykkur annars á þennan flotta fluguveiðimann hér efst á síðunni?
Ég verð að segja að ég varð svo hrifinn af honum að ég varð að setja hann hér á síðuna, allavega um stundarsakir, kannski til frambúðar. Fer eftir því hvort hann nær fisknum eða ekki.
Vill ekki hafa veiðiskussa nálægt mér til lengdar.
Heyrði að menn væru farnir að fá'ann í Þingvallavatni. Svo er Þórisvatn handan hornsins.
Svo langar mig að skreppa í Skorradalsvatn.
Já ljúft er að láta sig dreyma.
1 ummæli:
Datt einmitt þú í hug þegar ég sá gaurinn með flugustöngina. :)
Var annar eitthvað að fá í Ósnum?
Skrifa ummæli