Þessi síða mín! Source kóðinn hvarf, og engin leið að finna hann aftur. Þá er nú gott að eiga tölvusnilling. Íris mín er að laga hana svo vonandi verður hún aftur eins og hún var. Kunni svo ágætlega við hana þannig.
Ég skrapp með Hlyn bróður mínum í veiði í dag. Vinnufélagar hans höfðu verið að segja veiðisögur úr Skorradalsvatni. Við fundum út að þessar sögur þeirra hafi verið "veiðisögur". Já innan gæsalappa. Ástæðan er sú, að fyrst við komum heim fisklausir, við sjálfir!!!!! geta þessar sögur þeirra ekki verið sannar. Sumt bara passar ekki. Almenn skynsemi segir eftir áralanga hefð að þar sem fiskur er þar veiðum við. Sem sagt, regla númer eitt, ef við fáum ekki fisk, þá fá aðrir ekki fisk.
Erum að skoða hvort við stefnum þeim ekki bara.
2 ummæli:
Er það bara ekki þessi fisklausi fluguveiðimaður á heimasíðunni sem veldur þessari ólukku? Eða þá almættið að kenna ykkur auðmýkt? Sé samt á skrifunum að þið þurfið aðra fisklausa ferð til að læra hana. :-)
Þessu er haldið fram í fullri auðmýkt Heiðar. Eins og þú veist er engin regla sönnuð fyrr en undantekning finnst frá henni. Við lítum svo á að þetta sé gott dæmi um slíkt, enda notum við fólk alltaf annað slagið til að sanna þessa reglu. Eða eins og máltækið segir: "Það sem aldrei hefur gerst áður getur alltaf gerst aftur".
Skrifa ummæli