Katrín Tara Karlottsdóttir er eins árs í dag. Það líður hratt hvert árið. Þegar sú stutta kom í heiminn gisti stóra systirin hjá afa sínum og ömmu á meðan. Um morguninn þegar hún vaknaði og fékk fregnirnar var það fyrsta sem hún sagði mjög hróðug: Nú er ég orðin stóra systir eins og Danía Rut. Það hafði enginn verið að tengja þetta við hana en þá hafði þetta forskot Daníu Rutar ekki alveg verið sanngjarnt í augum Petru Rutar. Katrín Tara er mjög duglegt barn, með afbrigðum handóð og fjörug, m.ö.o. fróðleiksfús.
Til hamingju með daginn litla afagull.
3 ummæli:
Takk fyrir þetta pabbi! Alveg sammála að hún er alveg yndisleg hún Katrín Tara! Og alveg með ólíkindum að það sé komið heilt ár síðan! En hún varð eins árs í gær en ekki í dag ;)
Gangi þér vel í prófunum og við sjáumst
þín Íris
Akkúrat það sem ég vildi sagt hafa...
Er ekki alveg að fylgjast með dagatalinu þessa dagana :-)
Skrifa ummæli