Það er enn til fólk sem heldur því fram, og ég held að það meini það, að aðferðafræði R listans í lóðamálum hafi ekki haft áhrif á hækkað húsnæðisverð í höfuðborginni. Rökin liggja einhversstaðar að nær sé að borgin fái arðinn af lóðunum en einhverjir byggingaverktakar. Það mætti til sanns vegar færa ef það væri eitthvað vit í þessu. Hinir sömu ættu aðeins að hugsa, til tilbreytingar. Vita ekki flestir upplýstir nútímamenn að verð vöru, hverrar ættar sem hún er, byggir helst á hinum ýmsa kostnaði við að koma henni á markað.
Það virðist öllum ljóst að ef t.d. ríkið hækkar tolla á einhverri vörutegund þá vitaskuld hækkar varan til neytenda, tollinum er bætt ofan á verðið.
Það er með hreinum ólíkindum að hlusta á fólk sem á að heita að séu að stýra borginni, halda því fram að það hafi engin áhrif haft á einbýlishúsaverð þó lóðarverð hafi hækkað. Hvar heldur þetta fólk að þessar fimmtán milljónir sem einbýlishúsalóð hefur hækkað í tíð R listans liggi...?
Svo er því haldið fram að vitleysingar komist ekki í valdastöður, sér er nú hver....
Hafi ég einhvern tíman verið pólitískur í hugsun, þá er það í borgarmálum í dag. Ekki nóg með það, skoðun mín á þessu fólki sem er að rugludallast þarna niðurfrá er komin niður undir alkul.
Ég vil gjarnan sjá einhverja með viti fara með stjórn borgarinnar eftir næstu kosningar.
D listinn virðist vera eini með viti. Þeir allavega gera sér grein fyrir einföldustu markaðslögmálum. Nóg framboð – ekkert brask.
Held raunar að það sé ekki mikil hætta á að vinstriflokkar komist að aftur. Ég held að flestir séu búnir að sjá hverslags apaspil hefur verið hér á ferð.
Eða eins og konan sagði: “Það er ekki vitlaust ef það sést ekki”
Ekki meira vinstri sukk takk.
2 ummæli:
Ég rambaði inn á síðuna þína og þessi pistill vakti athygli mína! Ég gæti ekki verið meira sammála þér með þessi borgarmál. Sorglegt hvernig Dagur B. Eggertsson talar alltaf um hina Nýju Reykjavík sem koma skal með þeirra hjálp.... einmitt þeirra sem hingað til hafa klúðrað fjölda mála svo ekki sé minnst á skipulagsmál þar sem hann fer fyrir nefnd!! Guð forði okkur frá áframhaldandi klúðri ekki "R" lista samsteypu.... samfylkingar og "óháðra"
Mikið er ég sammála að þessi rök eru algjör firra! En ég viðurkenni að ég er ekki alveg viss um D listann að hann bæti þetta upp. En þetta er bara fáránlegt eins og þetta er nú orðið!!!
Skrifa ummæli