fimmtudagur, mars 02, 2006

Stórafmæli...!!!

Í dag eru tuttugu og fimm ár liðin síðan Eygló og Arna litu fyrst þennan heim. Ég man þennan dag vel. Erla hafði dvalið á spítalanum á Akranesi um alllanga hríð vegna meðgöngunnar. Allt gekk samt vel og fæðingin tók snöggt af.
Þær hafa verið miklir ljósgeislar inn í líf fjölskyldunnar æ síðan. Við Erla höfum stundum talað um hvað þetta er skemmtileg mynd þegar börn fæðast. Eftir það fylgja þau manni eins og skugginn. Við vorum oft eins og andamamma og andapabbi með ungana sína syndandi á eftir sér á uppvaxtarárum þeirra. Endurminningar svo ótalmargar af allskonar uppákomum, ferðalögum og öðrum góðum stundum, minningar sem ylja og kæta. Svo týnast ungarnir smátt og smátt undan vængjunum og víkka radíusinn sinn, reyna nýja hluti og takast á við lífið í öllum fjölbreytileika sínum. En alltaf í nánd við gamla hreiðrið, það erum við svo þakklát fyrir. Allir ungarnir okkar eru stórvinir okkar. Þær systurnar eru löngu farnar að standa á eigin fótum. Arna komin með fimm manna fjölskyldu með öllu sem því tilheyrir og Eygló nýtur lífsins, á sína íbúð og bíl og er í góðri vinnu.

Til hamingju með daginn elsku grjónin mín og Guð blessi veg ykkar áfram.

4 ummæli:

Íris sagði...

Til hamingju með skvísurnar!! Þær eru svo sannarlega gleðigjafar inní líf okkar allar!
Hafðu það gott ;)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna og gjöfina í gær sem þið mamma gáfuð mér. Ég er búin að vera að glápa á úrið í allan dag, ekki til að gá hvað klukkan er heldur til að dást að því og sængin er ÆÐISLEGA mjúk og góð!!!! Sjáumst svo á mánudag eða þriðjudag þar sem ég er núna í sveitasælunni hjá tengdó:):) Arnan þín:)

Nafnlaus sagði...

Æ takk fyrir kveðjuna! Ekkert smá skemmtilegur pistill! Sé þetta alveg fyrir mér, þið andamamma og andapabbi með dæturnar í eftirdragi, ég á líka alveg endalaust margar og skemmtilegar minnigar af ferðalögum, veiðiferðum og fleiru síðan við vorum að alast upp! Manstu t.d þegar við vorum að veiða við e-ð vatn og við veiddum allar systurnar 1 fisk, samt var aflinn bara 1 fiskur þegar upp var staðið! Hmm hvernig ætli hafi staðið á því! Bara gaman að svona minningum! Hafðu það alltaf gott og takk fyrir að vera vinur minn :) Þín dóttir Eygló

Nafnlaus sagði...

Hjartanlegar haningjuóskir með stúlkurnar.
Þú ert sannarlega ríkur maður:)