er dásamlegt ferðalag. Fjölbreytileikinn allsráðandi allsstaðar, fallegir tónar, vor í lofti. Nótnaborðið er einstaklingarnir í kringum okkur. Svo dásamlega lífgefandi og hressandi fyrir sálina... flestir.
Var í morgun að vinna að prófverkefni með nokkrum hressum félögum mínum í skólanum. Viðfangsefnið er lögfræðiálit varðandi hvort forgangsréttarákvæði kjarasamninga stenst félagafrelsi stjórnarskrárinnar....! Hljómar kannski ekki spennandi en er skemmtilegra en virðist.
Í gærkvöldi áttum við góða stund með fólkinu okkar. Síðbúið þorrablót var á dagskrá. Samveran var góð og gefandi. Takk fyrir samveruna gott fólk.
Í eftirmiðdaginn nutum við samfélags barna og barnabarna. Það er gott að eiga samfélag við fólkið sitt sem gefur af sjálfu sér án þess að reyna neitt til þess. Nærandi samfélag.
Ætla að skreppa aðeins á smá stredderí með reykjavíkurmærinni minni á eftir. Það þarf ekki endilega að hafa tilstandið svo merkilegt til að njóta augnabliksins.
Já þetta er góð helgi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli