
Staðsetningin var þó það sem heillaði mig mest. Ölfusáin í öllu sínu veldi blasti við út um borðkrókinn. Steinsnar er út í fallegt útivistarsvæði þeirra Selfyssinga (okkar Selfyssinga meinti ég auðvitað) Þar er skógrækt upp með bökkum árinnar og bekkir á árbakkanum á dreif um svæðið, allt niður að húsinu okkar.
Það allra besta er að þetta hús fengum við á verði sem vandi er að finna á brjáluðum húsnæðismarkaði í dag.
Afar hagstæð lán sem við yfirtökum gera að verkum að lítill munur er á greiðslubyrði og á blokkaríbúðinni okkar.
Nýja heimilisfangið er Miðtún 22. Þetta er utan ár eins og kallað er sem þýðir að þetta er vestan við ána.
Við erum afar ánægð með kaupin og hlakkar mjög til að flytja þangað í sveitasæluna. Að ég tali nú um veiðivonina. Ég er þegar búinn að gera ráðstafanir með veiði í ánni, en fasteignasalinn er í veiðifélaginu á staðnum og tjáði mér að einn allra besti veiðistaðurinn væri beint fyrir framan húsið okkar.
Ég er því búinn að gera plan. Þegar ég fæ góða gesti þá verða grillið og veiðigræjurnar á svölunum, ég sjóðhita grillið - og kasta svo. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að ég geti boðið upp á glænýjan lax, a-la Erling. Og hvítlaukinn, ég rækta hann auðvitað í garðinum.
Ég verð að viðurkenna að námið og prófalestur framundan verður ekki auðveldara með þetta allt handan hornsins.
7 ummæli:
Æðislega til hamingju með húsið!! Alveg hreint frábært hjá ykkur að drífa ykkur bara á Selfoss og fá svona glæsilegt hús!!
Hlakka til að hjálpa ykkur að flytja og sjá húsið ;)
Takk fyrir okkur í gær, þetta var rosa gaman!!!!
Jahérna hér! Eru allir svona sorgmæddir yfir það þið séuð að flytja?? Ég hélt að það myndi fyllast allt af hamingjuóskum hér! *hissa* En ég amk samgleðst ykkur rosalega!!!
Þín elsta dóttir
Íris
Hjartanlegar hamingjuóskir elskurnar mínar,
-og Íris mín, ég var búin að senda hamingjuóskir en það er bara eitthvað að hjá mér í tölvunni,ég get ekki publish'erað nema stundum.
Kannski gætir þú hjálpað mér
Gerða, það hlaut eitthvað að vera, hlýtur að hafa gerst hjá fleiri en þér, bara trúi ekki öðru ;) Veit ekki af hverju það gerist? Kannski fólk gleymi að skrifa stafina sem þarf til að það birtist eða eitthvað? Veit ekki ;)
Hæ, hæ og hjartanlega til hamingju með þetta flotta hús. Það verður sko alveg æðislega gaman að koma í heimsókn því þér og mömmu er sko vel lagið að gera kósí hjá ykkur.... Sjáumst og gangi þér vel að læra:):) Arnan þín:):)
Innilega til hamingju með nýja húsið. Mér lýst vel á þetta hjá ykkur.
Hamingjan lætur ekki að sér hæða.
Við hjónakornin óskum ykkur innilega til hamingju með húsið...erum búin að fara austur að kanna aðstæður og svona.
Vonandi verðum við hérnamegin Atlantsála þegar þið flytjið og getum þá hjálpað ykkur.
kveðja,
Sirrý litla
Skrifa ummæli