Héraðsdómur sýknaði Baugsmenn af öllum ákæruliðum. Ekki lýst mér á. Ég verð að lýsa mig ósammála stjörnulögfræðingnum Sveini Andra að saksóknaraembættið þurfi ekkert endilega að vinna mál og ná fram sekt manna, heldur sé það tilgangur í sjálfu sér að fara með mál fyrir dómstól til að fá efnisniðurstöðu í málið.
Þarf ekki embætti saksóknara að vera svo vel störfum sínum vaxið, að eftir ýtarlega rannsókn sé nánast borðleggjandi að niðurstaða dómsins sé allavega sekt.
Getur það mögulega talist eðlilegt eftir þriggja ára rannsóknarvinnu fjölda manns og tuttugu þúsund blaðsíðna skýrslu og fjörutíu ákæruliði í kjölfarið á því, að þrjátíu og tveimur þeirra sé vísað frá dómi og svo sýknað af þeim átta sem eftir eru?
Eru menn að tefla réttan manngang?
Það sem mér lýst ekki á í þessu er að staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu fáum við að fylgjast með enn stærra máli, sem mun vekja enn meiri athygli, en það er skaðabótamál Baugsmanna á hendur íslenska ríkinu. Hræddur er ég um að þar fáum við að sjá stærri tölur en áður hafa sést í skaðabótamáli á Íslandi.
Verð samt að segja að niðurstaðan kemur mér ekkert algerlega á óvart. Einhver undirtónn hefur verið í þessu máli öllu sem sett hefur spurningamerki í mínum huga við ákæruvaldið.
Ég vona samt enn að eitthvað óhreint finnist í pokahorninu þegar þetta fer fyrir Hæstarétt. Ástæðan fyrir því er bara ein. Ég vil ekki að ríkið borgi allar þessar skaðabætur sem við blasir, það lendir nefnilega bara á mér og þér.
Þannig er það nú bara.
5 ummæli:
Mikið er ég sammála þér í þessu, aðallega það að ríkið þurfi að greiða þennan málskostnað og einmitt svo skaðabótamálið sem mun pottþétt fylgja í kjölfarið ef þeir verða líka sýknaðir í Hæstarétti!
Svoldið kaldhæðnislegt að þessar tæpar 60 milljónir sem ríkið þarf að greiða er sama upphæð og þarf til að reka hágæsluherbergið á Barnaspítalanum sem er búið að vera svo mikið í umræðunni undanfarið. Og það er ekki til peningur til að greiða fyrir það :/
En ég hlakka til að fylgjast með þessu áfram!
Eitthvað fór þetta framhjá mér... þá er ekki verra að geta lesið það hjá þér Erling!
Þetta er slæmt! Eins og þú segir, greiðslan við skaðabætur verður úr vösum okkar, þegnanna... en ég segi nú bara það sama - niðurstaðan kemur mér ekki á óvart...
Athyglivert verður að fylgast með hasarnum.
Skondið þetta með kostnaðinum við hágæsluherbergið, engir penigar í það svo..... já þetta verður ,,heitt mál"!
Já þetta er sktýtið, svo ekki sé meira sagt, en Baugsmenn hafa samúð almennings, það heyrist allsstaðar og þetta með hágæsluherbergið er greinilega klókindi hjá þeim og gert til að fá frekari samkennd almennings. Gott útaf fyrir sig, -en dálítið gagnsætt finnst mér. -Og það kæmi mér ekkert á óvart þó þeir myndu hafna því að taka við skaðabótum -þegar búið að dæma þeim þær eða gefa þær til líknarmála.
það væri reyndar stórsnjallt hjá þeim, því þannig myndu þeir slá sig til riddara meðal þjóðarinnar.
Það myndi vekja athygli langar leiðir út í heim.
Gæti vel trúað þeim til þess. Jóhannes sagði í viðtali eftir að þeir gáfu 300 milljónirnar til hágæsluherbergisins að þeim í fjölskyldunni liði svo vel þegar þeir gerðu svona.
-Hverjum gerði það nú ekki? spyr ég, ef hann gæti gert svoleiðis.
-Svo eru þeir nú þegar heilmiklir riddarar í augum margra og fólk hreinlega segir að þeir hafi gert svo mikið fyrir þjóðina með því að lækka matarverð að það sé hægt að sjá í gegnum fingur sér með eitthvað.
En þeir eiga samt örugglega eftir að passa að allt sé skothelt hjá þeim héðan í frá.
-Svo finnst mér líka skrýtið hvernig stöðu Jón Gerald hefur haft í þessu máli.
Skrifa ummæli