Hún Hrund okkar á afmæli í dag. Hún er 18 ára mærin og sjálfráða. Við héldum upp á afmælið á laugardaginn s.l. Um 25 manns ákváðu að heiðra hana á afmælisdaginn. Takk öll fyrir komuna.
Margt ungt fólk hlakkar til að verða sjálfráða til að geta gert það sem því sýnist, oftast til að geta gert það sem þeim hefur verið bannað hingað til. Og vissulega er það þannig að við þessi tímamót gerir löggjafinn ráð fyrir að afskiptum foreldranna við ákvarðanatökur sé hætt. Hrund hinsvegar fæddist sjálfráða svo þetta verða kannski ekki svo mikil tímamót hjá henni. Hún hefur alltaf verið afskaplega ákveðin stúlkan og fær gjarnan sitt fram ef hún leggst á árarnar.
Ekki svo að skilja að hún sé frek við okkur foreldrana heldur þvert á móti afar ljúf í allri umgengni. Ákveðni hennar hefur fundið sér farveg á öðrum sviðum, nefnilega gagnvart öllu sem heitir ranglæti og óréttvísi. Hún hefur oft í gegnum tíðina verið haldreipi krökkum sem hafa lent í einelti eða verið minnimáttar á einhverju sviði, gjarnan í samráði við kennara. Þessir eiginleikar hennar eru mikils virði og munu verða henni gott veganesti inn í framtíðina t.d. í lögfræðinni (gamli aðeins að ýta létt).
Elsku Hrund mín, innilega til hamingju með daginn, við erum stolt af þér.
Guð blessi þig um alla framtíð.
Þinn Pabbi
4 ummæli:
Innilega til hamingju með hana Hrund okkar! Það er sko alveg rétt að hún er okkur til sóma og stendur sig vel í öllu sem hún gerir!
Eigið góðan dag!
kv. Íris
Þetta var sem sagt ég Íris en ekki mamma ;)
Til hamingju til yngstuna þína, hana Hrund :):) Hún er alveg frábær eins og við hinar, hehehehe, Arnan
Hæ og til hamingju með yngstu dótturina, varð að kvitta þar sem ég rambaði inn á þessum merkisdegi :)
Kær kveðja
Hafrún Ósk
Skrifa ummæli