þriðjudagur, janúar 09, 2007

Ég átti samtal....

......við mann í dag sem tjáði mér að hann hefði reiðst svo fyrir mína hönd vegna umtals um mig. Ég hef verið að hugsa þetta aðeins síðan þá og komist að þeirri niðurstöðu að mér gæti ekki verið meira sama. Það kann að hljóma einkennilega þar sem flestir vilja síður vera milli tannanna á fólki, sérstaklega ef það er ekki mjög á jákvæðu nótunum. Af hjartans einlægni hefur það ekki áhrif á mig. Kannski er það siggið á sálinni en ég hef annað slagið gegnum tíðina heyrt bergmál sagna um mig, veit ekki afhverju ég hef smakkast svona vel.

Ég er blýfastur í þeirri afstöðu minni að ef einhverjum þykir gaman að tala um mig, sama hvernig, þá er það mér að meinalausu. Ef einhverjum líkar ekki hvernig ég lifi lífi mínu, eða hef reglur míns heimilis þá verður sá sami samt að beygja sig undir þá einföldu staðreynd, að hann hefur ekkert með það að gera.
Ég er sáttur við lífið eins og það er og hef í engu fyrirætlanir um að breyta því.

Til að gera ekki úlfalda úr mýflugu þá var þetta ekkert merkilegt tal ,frekar en fyrri daginn.
That´s all.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, svona er æðruleysið :)
....
Ef maður hefur það ekki á sinni eigin samvisku af hverju ætti það þá að eyða orku manns ?
....
Mér finnst þið öll frábær :)

Nafnlaus sagði...

Ég er líka mjög sáttur við þig vinur minn.
k.kv. Teddi.

Nafnlaus sagði...

Það er líka einn kostur við að vera á milli tannanna á fólki - maður veit þá að það er bragð af manni, því hver nennir að naga bragð- og kjötlaus bein.
Það má líka með sanni segja að það sé bragð af þér - getur lyft heilu bílunum og allt.... minnir mig ;-þ