...frænku minnar um hvað Biblían segir um menn eins og Guðmund í Byrginu ákvað ég að stinga örstutt niður penna. Það fyrsta sem mér datt í hug voru orð Krists sem hann sagði þegar grýta átti bersyndugu konuna “ sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum”, á endanum slepptu allir steininum og hurfu á braut. Við nánari umhugsun held ég að ekkert komist nær huga Krists um þessa atburði, en þessi orð.
Þegar öllu er á botninn hvolft og innihald mannshugans blasir við held ég að allir menn eigi það sameiginlegt að hafa ekki efni á steininum.
Auðvitað er ég ekki að bera í bætifláka fyrir gjörðir Guðmundar í Byrginu heldur er ég að velta því upp að það er vel mögulegt að ef Kristur segði þessa sömu setningu í dag, við þá sem koma saman og grýta manninn eða hafa í flimtingum, ef hann mætti sama ærleika viðstaddra og forðum, er líklegt að enginn myndi brosa að Guðmundi lengur.
Ekki þar með sagt að allir stundi bdsm, heldur þetta að allir hrasa margvíslega, ef ekki í gjörðum þá í orðum eða hugsun. En Kristur gerði ekki greinarmun á því tvennu.
Ég held að enginn kætist meira en púkinn á fjósbitanum yfir þessu máli, þar sem þetta setur svartan blett á kristna trú. Sérstaklega held ég að kæti hann ef hinir kristnu koma saman og henda gaman af óförum Guðmundar. Flimtingar um þetta mál eru honum besta skemmtun. Ég hef rökstuddan grun um að hann sé að springa úr fitu akkúrat núna.
Kannski varstu að biðja um eitthvað annað frænka mín en...... that´s all.
6 ummæli:
Þetta er auðvitað rétt hjá þér pabbi minn. En það er bara svo auðvelt að detta í "dæmingargírinn" því í mannlegum augum þá er þetta mun verra en svo margt annað sem Jesú setur samt bara samasem merki á milli.
Mikill munur á okkar augum og Hans augum.
En hvað sem því líður þá finnst mér að hann eigi að gjalda fyrir gjörðir sínar ef satt reynist.
Hlakka annars til að hitta þig fljótlega ;)
Þín Íris
Það er hárrétt, enda engin undankomuleið frá því. Málið snerist ekki um álit mitt heldur hvað Biblían segði. Ég á eins og aðrir "dæmingargír" og get alveg séð mig í hópi þeirra sem ætluðu að grýta. Biblían segir auðvitað margt fleira um ýmisskonar verknað mannanna. En þar sem auðvelt er að setja Guðmund undir skilgreininguna "bersyndugur" miðað við fréttir, þá liggur beinast við að vitna í söguna um bersyndugu konuna.
Ég held reyndar að sú saga sýni okkur best kjarnaboðskap Krists. Snýst kannski helst um að maður skyldi skoða sjálfan sig áður en maður dæmir, líkt og með flísina í auga bróðurins. Hitt er svo allt önnur Ella að auðvitað er Guðmundur seldur undir lög og rétt eins og allir menn og verður að standa ábyrgur gjörða sinna gagnvart því.
Hann verður svo að eiga það við Lykla Pétur hvernig hann ætlar að komast inn með þessa pyngju á mjöðminni:-)Ef hann losar sig ekki við hana áður...
Ég segi nú bara
Aumingja konan hans og börnin.......
Hún var víst bara 15-16 ára þegar þau byrjuðu saman....
Svo vill fólk setja samasemmerki milli Guðmundar og annara trúaðra.
En- veit einhver hvaða túfélagi Guðmundur var (er)í????
Takk fyrir þetta kæri frændi :) - ég er sko alveg búin að vera að safna steinum til að grýta, en varð að slaka þeim aðeins niður við þessa lesningu.
Ég vonaði sko að ég fengi viturlegt svar við spurningu minni og fékk það, en átti ekki von á að þurfa að afvopnast.
Og auðvitað verður það bara Lykla Pétur og Guð sjálfur sem dæmir á endanum.
Vá, allt sem mann langar að segja um þetta verður nú bara alveg máttlaust. :)
Vona þó að íslenskt réttarkerfi bregðist ekki þegar þetta mál verði tekið fyrir og hann fái þá "séns" til að iðrast í afplánun.
Kær kveðja
Hafrún
"Anonymous", kvitta með nafni takk.
Hafrún ekkert mér að þakka. Vildi gjarnan hafa kveðið þessa fögru Lilju sjálfur, en svo er ekki.
Ég hef ekki áhyggjur af réttarkerfinu í þessu máli. Held að hinn hlutinn (á fjósbitanum) sé öllu verri og ófyrirséðari, hvaða nafn sem menn velja að nota á hann "hið illa í manninum" eða "skrattinn sjálfur".
-Æji... það er auðvitað sauðurinn hún systir þín sem gleymdi að kvitta, svo er tölvudrusl. alltaf að stríða mér.......
Þín systir Gerða
Skrifa ummæli