Ég heimsótti hann í dag á spítalann. Líðan hans er eins. Hann hefur ekki fengið neinn mátt ennþá vinstra megin og blóðþrýstingurinn er allt of hár. Ég sá mælirinn slá í 205/103 sem er hættulega mikið. Það heyrist vel á honum að sinnið er í góðu lagi, virðist vera bara líkaminn, sem er samt auðvitað ekkert bara, hann er lamaður.
Ég bið enn um fyrirbæn fyrir honum. Biðjið Þann sem öllu ræður að skrúfa niður þennan háa þrýsting því hann hlýtur eðlis síns vegna að auka hættu á annarri blæðingu.
Biðjið líka fyrir Sigrúnu og fjölskyldunni, þetta er mikið áfall fyrir þau öll.
1 ummæli:
Við stöndum með ykkur í bæn! Kær kveðja. Teddi.
Skrifa ummæli