Auðævi mín liggja í fólkinu mínu. Endalaust ríkidæmi flæðir hér stafna á milli í húsinu við ána.
Yngsta barnabarnið Erla Rakel, dóttir Bjössa og Eyglóar, var blessuð í gær. Eins og ég hef sagt hér áður er barnablessun náskylt barnaskírn þjóðkirkjunnar. Nánast eini munurinn er að barnið er ekki ausið vatni. Mér veittist sá heiður að fá að blessa yfir litlu yngismeyna. Hún var nú ekkert á þeim buxunum að láta heyrast of mikið í afa sínum, enda vön því að eiga athyglina alla sjálf. Hún hafði sig því alla við, með því eina sem hún kann ennþá, grát. En afinn veit að það getur ekki verið til heilbrigðara barn, en barn sem grætur ef því sýnist...!
Margt var um manninn úr báðum ættum. Gaman að því hversu margir sáu sér fært að renna austur fyrir fjall og aðrir alla leið frá Akureyri. Takk fyrir komuna allir....!
Veislan eftir athöfnina var konunum okkar til sóma sem endranær. Hvert öðru ljúffengara.
Til hamingju með þetta allt krakkar mínir.
Ég kætist yfir tilverunni, hún getur varla verið mikið betri.
Farsæld er hugarfar.... þannig er það bara.
2 ummæli:
Takk fyrir allt í gær :) Alla hjálpina við veislunina og að vilja blessa yfir Erlu Rakel fyrir okkur. Okkur þótti mjög vænt um það :)
Við elskum þig :) Eygló, Bjössi og litla Erla Rakel
Til hamingju með ríkdæmi þitt pabbi:) Við erum öll alveg frááábær og höfum ekki langt að sækja það;) LU:):) Arnan
Skrifa ummæli