Þegar ég lít yfir farinn veg og skoða hvar helst er ástæða til að staldra við, kemst ég að því að skrefin mín upp traðir Sunnuhlíðar forðum skilja eftir sig þau spor sem mér þykir mest til um á lífsleiðinni. Þann dag skildi ég eftir spor í sögunni minni sem aldrei gleymast.
Þann dag hitti ég heiðurshjón Ellu og Bigga. Þar hófust kynni í ætt við gull... það hefur aldrei fallið á þau.
Þá var Ella 36 ára, um helmingi yngri en hún er í dag svo okkar samferð spannar hálfa ævina hennar. Hún fær í mínum huga stimpilinn - heil í gegn.... úr gulli.
Það má enda segja að það þurfti góð gen þeirra beggja til að geta af sér dótturina sem varð minn lífsförunautur. Þau örlög sem ófu lífsvefinn minn þennan dag sem ég gekk á fund foreldra hennar, eru æðri máttar - sagt og skrifað.
Ella mín - í tilefni dagsins langar mig að þakka þér fyrir vegferðina öll árin og fyrir að vera sú manngerð sem þú ert. Ekki síst hvað þú ert mikill örlagavaldur í mínu lífi sem best sést á stækkandi ættleggnum okkar Erlu.
Til hamingju með daginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli