Var á Litla Hrauni í dag. Það tengdist afbrotafræðikúrs í skólanum. Margrét Frímannsdóttir fylgdi okkur um allt fangelsið, gegnum allar deildir og sýndi okkur allan aðbúnað fanga og fangavarða. Við þurftum að votta trúnaðaryfirlýsingu áður en við fórum inn svo það er betra að segja frá passlega miklu hér á veraldarvefnum. Það var magnað að sjá hvað hún er búin að gera góða hluti þarna. Öryggisfangelsi orðið að betrunarvist á mörgum sviðum sem var ekki fyrir aðeins örfáum árum. Það var gaman að tala við fangana og heyra hvað þeir eru ánægðir með þær breytingar sem orðið hafa. Samt eru reglur sem er fylgt fast eftir.
Mér varð samt hugsað til þess þegar ég gekk út úr fangelsinu hvað það hlýtur að vera mikil áraun að ganga þarna inn vitandi að þaðan verður ekki snúið fyrr en eftir par ár.
Það að sitja hér á skrifstofunni minni og hafa morgundaginn nánast í hendi mér svo langt sem það nær er - verðmæti.
Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil....... Það er meira en margur.
Ég er þakklátur fyrir það líf sem ég á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli