Verð samt að hengslast til að skrifa ritgerð sem ég verð að vera búinn með 15. apríl. Þau togast á um tímann minn búðin og skólinn þessa dagana. Vinnan við undirbúning búðarinnar gengur vel. Kláraði viðskiptaáætlunina í morgun og fór með hana í bankann. Vinnan við húsnæðið gengur vel svo þetta er allt á áætlun.
Ég ætla að koma mér nær gosinu á Fimmvörðuhálsi um páskana. Óróinn í beinum mínum þarf útrás. Kannski flýg ég þangað eða fæ mér göngutúr eða jafnvel bíltúr, fékk reyndar slæmar fréttir af færð á jöklinum, skoða það betur. Er ákveðinn í að taka Erluna með ;o)
Svo ætla ég að njóta þess að vera til og eiga samfélag við skemmtilegt fólk.
Lífið er gott, það er gefið okkur til að njóta þess.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli