miðvikudagur, ágúst 25, 2010

Baugstaðaós

Kallinn kom alsæll heim eftir velheppnaðan veiðitúr í Baugstaðaós. Það er eitthvað við það að vera á ósasvæði við veiðar. Maður veit ekkert á hverju er von þegar bítur á. Baugstaðaósinn fellur vel að þessu. Ég veiddi 7 birtinga og einn lax.
Þarna er öll flóran sem finnst í íslenskum veiðiám. Á háflóðinu var eins og allt færi á suðu. Þá fór hann að taka eins og vitlaus í smástund og svo datt það niður aftur.
Ég hef aldrei séð aðra eins töku og gerðist hjá Hansa bróður. Hann var aðeins úti í vatninu þegar fiskur tekur með svo miklum látum að Hansi hálfsnerist og var nærri dottinn undan átakinu. Þetta var gríðarvænn birtingur sem sleit girnið eins og tvinna. Betra að hafa hjólið rétt stillt. Þarna var bremsan allt of stíf. Það hefði verið gaman að sjá þennan fisk koma á land.

Það verður víst seint sem veiðidellan fer af manni, þetta er veirusýking sem ekki hefur fengist lækning við ennþá. Það vegur samt kannski þyngst að ég hef ekki áhuga á lækningu.
Veiðin er heilbrigt og hollt sport og náttúruskoðun í leiðinni. Big like á það eins og sagt er.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, það er bara svona... til hamingju með aflann!
Ég hlakka til að prufa Baugstaðaósinn, á pantaðann dag 27.sept. og það verður spennandi að sjá hvað gerist...
Sammála með að þetta er magnað sport og náttúruupplifun... og svo skemmir ekki að fá með sér heim glæsilega fiska!
Kveðja, Karlott