... nú er búið að sanna það. Vísindamenn við Harvard-háskóla í Boston og háskólann í San Diego í Kaliforníu hafa sýnt fram á að jákvæðni og bjartsýni séu bráðsmitandi.
Þetta kemur fram í grein sem birt er í læknatímaritinu British Medical Journal (og í Viðskiptablaðinu þar sem ég las þetta) en þar kemur fram að sá sem horfir á hinar björtu hliðar tilverunnar auki um 15% líkurnar á því að vinur hans geri slíkt hið sama, hjá vinum þess vinar aukast líkurnar um 10% og í „þriðja lið“ aukast þær um 7%.
Niðurstöðurnar eru byggðar á hinni viðamiklu Framingham-rannsókn. Segja má að hér sé komin sönnun á lífsspeki Pollýönnu og einnig að Einar Benediktsson hafi haft nokkuð til síns máls þegar hann sagði: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.
Ég hef lengi haft þessa skoðun á jákvæðni, allavega að hún sé snöggtum skárri en neikvæðni. Líkar raunar best við raunsæi, þar sem rökhyggjan ræður för en þar einhversstaðar liggur oftast blákaldur veruleikinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli