Að skapa hefur sinn tíma og að hvíla sig hefur sinn tíma. Nú þarf gamli að hvíla sig og fara að sofa eftir törn undanfarinna daga sem stundum hafa verið annasamir úr hófi fram. Uppskeran náðist í hús í dag, búðin opnaði með pomp og prakt klukkan tólf. Erlan og Gulla, stúlka sem við höfum ráðið til að standa vaktina í Home design tóku á móti gestum og gangandi. Það var nokkuð fjölmennt og við fengum mörg afar jákvæð og uppbyggileg kommnent. Það virðist sem Selfyssingar séu ánægðir með framtakið af viðbrögðunum að dæma. Það á svo eftir að koma í ljós hvort það nær til buddunnar einnig.
Ég er sáttur við útkomuna, það er unninn hálfleikur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli