Erlan er á Flórída með saumaklúbbsvinkonum. Ég kann þetta ekkert. "Það er einasta bótin" eins og mamma var vön að segja, að ég er upp fyrir haus í verkefnum þessa dagana svo tíminn líður hratt. Verkið gengur vel og ég sé fram á að geta opnað um aðra helgi eins og til hefur staðið.
En lifandis hvað ég hlakka til að fá eitthvað að borða þegar hún kemur heim, hún gleymdi nefnilega að segja mér hvað ég ætti að borða á meðan og skildi ekkert eftir tilbúið handa mér sem ég gæti til dæmis tekið úr frystinum, sett í örbylgjuofninn og hitað.
Algjör svekkur.
1 ummæli:
ÆÆÆ vesalingur minn. hún Erla er algjörlega búin að dekra þig í tætlur, Hefðir átt að hringja í mig og ég hefði kennt þér á örbylgjuofninn::):):) En núna er hún komin svo vonandi ertu ekki svangur lengur :):)
Skrifa ummæli