Var að gera verkefnalista fyrir ofhlaðna vikuna framundan og komst að því að ef takast á að opna á laugardaginn næsta verður að halda vel á spöðunum. Stressaukandi listi í vikubyrjun er gott vegarnesti er það ekki? Hann heldur manni allavega við efnið.
Ég er annars að fara á Hótel Borg síðar í dag og hlusta á yngstu dótturina syngja en hún verður með hálftíma prógramm við opnun á einhverjum menningarviðburði svo verður hún með tvö lög á hátíðinni sjálfri.
Hún er búin að vera hér heima að æfa sig og ég get staðfest að hún er að gera góða hluti stelpan mín.
Mun svo bruna strax aftur heim og halda áfram að smíða búðarborð.
Svona er lífið hér við ána, margbreytilegt og skemmtilegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli