föstudagur, ágúst 06, 2004

Aftur af stað....!

Gleymum því sem að baki er og horfum fram á veginn segir í helgri bók. Tek hana gjarnan á orðinu. Margt þar sem leikir og lærðir mættu taka af meiri alvöru.

Hægt og hljóðlega ætla ég að feta mig inná netheima og viðra skoðanir mínar og hugsanir. Ekki víst að allir verði sammála þeim frekar en fyrri daginn, skiptir ekki öllu. Vil þó nýta mér þann þegnrétt að láta þær í ljós, vonandi án þess að meiða mann og annan.
Málefnin geta verið af ýmsum toga. Geri þó ekki ráð fyrir að vera afkastamikill skrifari í vetur vegna anna.

Nú styttist í að annað ár skólamaraþonsins hefjist. Hlakka til að takast á við það.
Margt hefur gerst í sumar á Alþingi sem áhugavert verður að kryfja með hinum færu kennurum lagadeildarinnar. Þar fara oft og tíðum fram miklar og kröftugar rökræður.

Afar margt skemmtilegt hefur rekið á mínar fjörur það sem af er ársins. Þó hef ég einnig verið áhorfandi atburða og uppákoma þar sem mér er ekki skemmt. Sé til hvort ég tjái mig um það síðar.

Eigið góða og skemmtilega helgi...Við Erla ætlum að kíkja í berjamó..!


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ pabbi minn;) það er ekkert verið að segja frá því að þú sért komin með blogg aftur! =D En samt sem áður frábært framtak og ég hlakka til að koma hingað inn og lesa það sem þú hefur að segja! það er nefnilega alltaf svo margt skemmtilegt að lesa hjá þér!
Love you! =o)
Þín dóttir Hrund! =D