miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Morgunstund gefur gull í mund

Við Erla höfum það til siðs að taka daginn snemma og skreppa í göngutúr. Það hefur ekki verið nein kvöð þessa frábæru daga sem undanfarin misseri hafa gælt við okkur með.
Í morgun var allt í einu farið að rigna….!
Það verður að viðurkennast hér að áhuginn var minni til göngunnar í morgun þegar regnið steyptist úr lofti, vitandi að rigningin vætir mann.
En eins og segir í laginu og allir vita, þá er rigningin góð.
Sennilega kannast flestir við hvað það er gott að ganga í rigningu þegar maður er orðinn gegnblautur (ef manni er ekki kalt).
Og þegar vel er gáð þá er meira að segja betra að ganga í rigningu en í þurru veðri…??
Fyrir því er ákveðin ástæða.
Sú að rigningin er hlaðin neikvæðu rafmagni (jónum) en líkaminn er hlaðinn jákvæðum jónum. Að ganga í rigningunni gerir að verkum að vætan með sínum neikvæðu jónum afhleður þig. Jarðtengir þig..... Hollt streittum sálum.
Rigningin framkallar vellíðan sem ekki fæst í þurru veðri.
Vissirðu þetta??

Hent fram hér til hvatningar þeim sem ekki nenna út þegar rignir.

Eigið góðan dag.

2 ummæli:

Heidar sagði...

Detta mér ekki allar dauðar, farinn að tjá sig á netinu aftur. Til hamingju með það !

Varðandi göngutúra á morgnana þá tek ég undir það, þeir eru sérlega góðir og morgnarnir eru reyndar besti tími dagsins til að hreyfa sig. Og ef maður vill brenna aukakílóum, ekki borða í 1 klst. eftir hreyfingu.

Nafnlaus sagði...

Sammála þessu með göngutúrana.... nema það að sá tími sem bestur er til að hreyfa sig, svona heilsufræðilega séð er sá tími sem hverjum einstaklingi finnst hann helst fíla það... vegna þess að andlega hollustan sem felst í hreyfingunni skapast af endorfínum sem leysast út og þau verða færri ef maður er mikið að pína sig til að ganga í svefni t.d.
Annars bara keep going... og takk fyrir fróðleik um blautar gönguferðir.
Gittan