Ánægjuleg helgi senn liðin.
Þegar við Erla vorum yngri, á kafi í barnauppeldi, töluðum við oft um hvernig framtíð við vildum sjá. Oft bar á góma fjárhagslegt öryggi. Það er mikilvægur þáttur í hverri fjölskyldu. Ég valdi hinsvegar áhættusama iðngrein til að hafa lifibrauð af. Það ásamt hlutabréfakaupum í svikamyllu skapaði fjárhagslegt óöryggi sem ég aldrei vildi.
Við töluðum líka oft um fjölskyldumynstur. Ein stærsta óskin okkar var að stúlkurnar okkar yrðu hamingjusamar, lentu ekki í vitleysu eins og svo algengt er í dag og fjölskyldan yrði samhent. Við töluðum oft um að heimilið okkar yrði eins og hreiður þar sem hægt yrði að koma saman og njóta samvista þegar fjölskyldan stækkaði.
Ég minntist þessara pælinga okkar nú þegar við eyddum saman helginni stórfjölskyldan og héldum uppá tveggja ára afmæli Petru Rutar….dótturdóttur okkar.
Sagan endurtekur sig. Börnin eignast börn og við orðin……afi og amma.
Fjölskyldan telur bráðum 12 meðlimi (eitt á leiðinni). Hún hefur stækkað hratt. Er furða að maður gleðjist þegar maður sér á þennan hátt óskir sínar rætast.
Það er ánægjulegra en flest annað að sjá garðinn okkar stækka á þennan hátt. Í þessu liggur ríkdómur okkar Erlu. Þetta eru okkar demantar.
Kynslóðirnar halda áfram og við verðum forfeður. Við erum orðin hluti af sögunni. Ættin okkar er orðin til. Sagan er í ritun.
Við Erla erum rík.
Laganámið er uppstilling fyrir næsta kafla, hann verður áhættuminni.
Njótið daganna.
3 ummæli:
Þetta er svooo rétt hjá þér!! Þetta er það sem ég vil vera rík af þegar ég verð stór. Eiga góða fjölskyldu og sjá mín börn verða hamingjusöm. Ekkert annað skiptir í rauninni máli!!! Takk fyrir samveruna um helgina ;)
Þín dóttir
Íris
Hæ pabbi, langar bara að taka undir með Írisi, þetta var frábær helgi;);) Takk fyrir samveruna og gangi þér vel í skólanum!! Þú rúllar þessu upp, það er ég viss um;);) Sjáumst svo seinna;);) Þín languppáhalds, Arna
Hæ pabbinn minn... Þetta er ekkert smá rétt, ég alveg ELSKA þegar við hittumst öll og eyðum tíma saman! Það eru langskemmtilegustu minningarnar sem ég á, spjalla saman og pæla í hlutunum, ræða drauma og um himingeiminn og svooo margt fleira, ÓTRÚLEGA gaman, ég er heppnust í heiminum að vera dóttir ykkar mömmu :) Elska ykkur endalaust, þín Akureyrargella Eygló
Skrifa ummæli