laugardagur, ágúst 21, 2004

Skólasetning.

Það var hátíð.
Ég var á skólasetningu Háskólans í Reykjavík. Sjöunda starfsárið að hefjast. Makalaust góður skóli. Mörg ný andlit sáust þ.á.m. áttatíu nýir nemendur í lagadeild. Það voru ræður og söngatriði. Engin önnur en sjálf Diddú þandi raddböndin eins og henni einni er lagið, tók meira að segja karlalagið “Hamraborgin rís há og fögur”. Magnað, hefði fengið hárin til að rísa á höfði mér ef þau væru þar ennþá.....! Nokkrir héldu ræður, þar á meðal Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, mæt kona. Guðfinna talaði um markmið skólans. Að gera nemendur að góðum gerendum, rannsakendum og …gagnrýnendum.
Ég sperrti eyrun sérstaklega við það síðast talda. “gagnrýnandi”. Nokkuð sem oftar en ekki hefur verið kallað neikvæðni í mín eyru.
Guðfinna sagði gagnrýni eða gegnrýni (sá sem rýnir í gegnum) eitt það mikilvægasta sem maðurinn hefur í fórum sínum. Akademísk fræði og ekki síst laganám byggja mjög á gagnrýnni hugsun. Hún sagði alla rannsóknavinnu byggja mjög á gagnrýni. Framfarir mannsins á öllum sviðum byggist meira og minna á gagnrýni.

Gagnrýni er ekki sama og niðurrif. Gagnrýni er náskylt rökvísi. Gagnrýni er tækið sem þarf til að skoða málin frá öllum hliðum. Eftir gagnrýna skoðun er niðurstaðan jafnan nær sanni.
Þetta er líka biblíulegt, Orðskviðir Salómons: “þar sem margir ráðgjafar eru fer allt vel”.

Sumir telja gagnrýni vera af hinu vonda. Það er til fólk sem telur mig neikvæðan vegna gagnrýnna skoðana minna á sumum málefnum. Jafnvel hætt að vilja þekkja mig vegna skoðana minna. Það er leiðinlegt, en hvernig ræð ég við það?
Gagnrýni á sjálfan sig er líka eitthvað sem okkur er öllum hollt að stunda í réttum mæli. Það hjálpar til að ná settu marki.
Orð Guðfinnu innihéldu mikla þekkingu og speki.

Kennslan hefst af fullum dampi á mánudaginn.

Njótið dagsins.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Merkilega rétt á naglann hitt hjá þér - kæri mágur - enda smiður ekki satt?!!?

Nafnlaus sagði...

Gangi þér rosalega vel í skólanum í vetur elsku pabbi!!! Þú stendur þig eins og hetja :D Ég er stolt af að vera dóttir þín!!
Þín elsta dóttir
Íris