Er það sami hluturinn? Datt í að hlusta á Pál Skúlason rektor Háskóla Íslands í Kastljósinu í gærkvöldi (enn að stelast frá prófalestri)
Hann var að tala um hlutverk Háskóla Íslands í dag. Ég geri ráð fyrir að hann sé heimspekingur miðað við hvað hann var djúpur hvað varðaði mannlega tilveru. Hann var spurður um akademískar hliðar þekkingar og svaraði að mínu viti vel. Fór vítt og breytt um þekkingarflóruna og þörf mannsins á að leita sífellt lengra og lengra í leit sinni að lífsgátunni - sannleikanum.
Það vakti athygi mína að þessi háskólans maður svaraði spurningum spyrilsins bæði á trúarlegum nótum og eins setti hann almenna þekkingu fengna af reynslu og stormum lífsins jafnfætis sínum akademísku fræðum.
Hann gerði síðan greinarmun á þekkingu annarsvegar og skilningi hinsvegar. Á þessu er mikill munur. Þekking er magn upplýsinga. Skilningur er hvernig og afhverju.
Datt í hug orð Guðfinnu Bjarnadóttur rektors Háskólans í Rvk á skólasetningunni um daginn þar sem hún talaði um gagnrýni, dálítið af sama meiði.
Hann sagði marga einstaklinga sem aldrei hefðu numið akademísk fræði, oft vera jafnmikla heimspekinga og fræðimenn eins og hina lærðu.
Ég tek ofan fyrir honum…. Það eru ekki margir af hans líkum sem gefa lífsins skóla jafnháa einkunn.
Þetta fannst mér mæla með manninum. Litið til framtíðar held ég reyndar að menn muni í ríkari mæli skoða áunna þekkingu byggða á reynslu og sjálfsnámi.
Finnst það einhvernveginn liggja í loftinu. Það er nokkurskonar “náttúruréttur” (ég á kökuna af því ég bjó hana til) orsök og afleiðing, sem er í raun afturhvarf til upphafsins.
Kannski hluti af náttúrulögmálinu: Hring eftir hring, og samt áfram veginn.
Hættur í bili, það er prófalestur þessa dagana, er að fara í annað próf í fyrramálið.
hafið það gott vinir.
3 ummæli:
Gangi þér vel í prófunum. Prófaðu að dúxa. Allavega er það ágætis hugmynd. Sjáumst.
Góð hugmynd!!!
Af hverju hefurðu aldrei nefnt þetta fyrr. Mér hefur bara ekki dottið þetta í hug...
Gætirðu samt kannski kennt mér aðferðina :-)
Góð pæling Erling. Auðvitað hlýtur reynslan að vera frábær skóli, þó að skólagjöldin séu stundum ívið of há! K.kv. Teddi.
Skrifa ummæli