hvað kennarar eru að hugsa. Þeir eru að fara fram á launahækkanir sem eru úr takti við aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Kennarar eiga skilið góð laun. En þessi aðferðafræði þeirra er fortíðardraugur sem ekki má vekja upp.
þeir ættu að fara hægar í sakirnar og vinna mál sitt með öðrum hætti. Þeir eiga varla stuðning almennings í þessu enda bitnar þetta verkfall á þeim sem síst skildi, börnunum.
Kaupmáttur skiptir mestu máli fyrir alla og til lítils er að vinna ef kennarar ná fram vilja sínum og skriðan allra annarra starfsgreina fer af stað í kjölfarið. Allir krefjast sömu hækkunar og verðlag rýkur af stað. Verðbólgudraugurinn verður hæglega vakinn af blundi sínum með þessum hætti og þá tapa allir og ekki síst kennarar.
Mín skoðun er sú að Alþingi á að setja bráðabirgðalög á verkfall kennara og síðan verði þeir settir undir kjaradóm og settir á sanngjörn laun sem hæfir starfi þeirra og menntun.
Málið leyst.
2 ummæli:
Nú brá svo við að ég er þér algerlega sammála ! :)
Bara ef þetta væri svona einfalt. Þetta snýst bara um svo miklu meira en bein laun. Svo er þetta málið með prósenturnar. Ef kennarar eiga alltaf að fá sömu hækkanir og hinir, verða þeir alltaf á eftir. Framhaldsskólakennarar hjá ríkinu eru t.d. með meira en 40% hærri laun. Er það sanngjarnt?
Skrifa ummæli