Keypti Combi-camp í morgun...! Gullmoli auðvitað en gamall reynslubolti. Fékk hann fyrir 150 þúsund.
Ánægður með góð kaup ætlum við að skjótast um helgina í stuttan túr og prófa gamlingjann.
Auðvitað samt ekki fyrr en eftir afmælið hennar Daníu Rutar sem verður 3ja ára um helgina. Það var ekkert svo leiðinlegt í síðustu viku þegar hún tróð sér langa leið í gegnum mannþröng og holaði sér ofan í fang afa síns þar sem hún síðan sat, til þess að gera örugg með sig.
3 ummæli:
Til hamingju með vagninn!
Tek undir það, innilega til hamingju með gamla reynsluboltann.
Takk fyrir það, það er greinilega ekki alltaf sem árin skipta máli, heldur meðferðin. Þessi gamlingi er eiginlega hálf ótrúlega unglegur.
Skrifa ummæli