að selja fellihýsið okkar. Ein auglýsing og það var farið, á uppsettu verði n.b.
Svo nú erum við húsnæðislaus ef þannig má að orði komast.
Við nutum góðs af að hafa farið vel með það í gegnum árin. Hjónin sem keyptu keyrðu burt, glöð og ánægð með viðskiptin. Við horfðum á eftir þeim ekki alveg laus við söknuð. Þær eru orðnar margar góðar minningarnar sem tengjast þessu öðru heimili okkar. Notkunin lætur nærri að vera um 180 – 200 gistinætur á sex árum, nokkuð gott.
Ferðalög eru sameiginlegt áhugamál okkar hjónanna, við erum hálfgerðir farfuglar, svo okkur finnst við hálf vængbrotin nú að komast ekki ef viðrar.
Við höfum því ákveðið að leita okkur að gömlum tjaldvagni, það þarf að vera Camplet vagn árgerð í kringum 1990 og ástand frekar gott.
Ef þú veist um slíkan falan máttu gjarnan láta okkur vita. Ég er til í að borga 100 – 150 þúsundkalla fyrir góðan vagn.
Eitt vandamál spratt upp við að selja fellihýsið sem við reiknuðum ekki með. Við erum heima núna að leita að plássi fyrir dótið sem var í því, en það fyllir holið hjá okkur núna. Það má segja að hver fermetri sé vel nýttur hér, svo það er hálfgert púsluspil að koma þessu fyrir. Erla er nú samt glúrin við þetta eins og flest annað sem hún tekur sér fyrir hendur, svo ég reikna með að hér verði allt orðið pússað og fínt áður en sólin sest í kvöld.
Hafið það gott í dag og njótið íslenska sumarsins.
1 ummæli:
Til hamingju með að hafa selt fellihýsið. Vonandi finnið þið vagn til að geta farið í ferðir ;)
Skrifa ummæli