Oft er sagt að fréttamiðlar séu fjórða valdið. Það má alveg til sanns vegar færa. Vald þeirra getur verið óhugnanlegt í skjóli ritfrelsis. Ritfrelsið er stjórnarskrárvarinn réttur sem auðvelt er að misnota. Sérstaklega af blaðamönnum sem finnst ekki tiltökumál að matreiða sannleikann eftir eigin smekk.
DV fór oft langt yfir strikið í umfjöllun sinni og uppskar réttláta reiði almennings og sýpur nú seyðið af því. Það er skömm þeirra sem að því stóðu, því frjáls og beittur fréttamiðill sem þekkir sín landamæri getur verið gífurlega góður þjóðfélagsrýnir og í raun nauðsynlegt verkfæri til aðhalds á ýmsum sviðum þjóðfélagsins.
Umfjöllunin verður að vera innan ákveðins ramma, þess að maður er saklaus uns sekt sannast. Þetta er lögreglumál og þarf að meðhöndlast sem slíkt.
En þetta er gott mál.
DV varð ekki stöðvað nema af einum dómstóli. Dómstóll götunnar hefur fellt dóm í málinu. Fjórða valdið í birtingarmynd DV hefur nú verið afhausað.
Þessi andlátsfrétt DV veltir samt upp spurningunni um hvort fjórða valdið sé ekki frekar í höndum neytenda heldur en fréttamiðla. Neytendavaldið er miklu aflmeira en neytandinn sjálfur gerir sér grein fyrir. Ekkert rekstrarlegt líkan gengur til lengdar nema neytendur séu tilbúnir að borga brúsann
Með það í huga mætti t.d. lækka bensínverðið....eða veiðileyfin....eða strætó....eða hækka lægstu laun...!
Meira að segja gæti almenningur afhausað sjálfan Baug, ef honum sýndist svo.... allavega fræðilega!
Neytendur hafa mikinn bitkraft þegar þeir eru sammála um að glefsa.
Njótið helgarinnar.
laugardagur, apríl 29, 2006
föstudagur, apríl 28, 2006
Pólitík
Hugtakið Dagsatt hefur fengið aðra og nýja merkingu að sögn. Það er t.d. alveg Dagsatt að Framsókn sópar að sér fylgi....!
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Undirritun í votta viðurvist
Í gær lögðum við land undir fót sem leið lá austur á Selfoss. Endanlegir pappírar voru undirritaðir og við erum orðin löggildir óðalsbændur á Ölfusárbökkum. Afhending verður þann 1. júní n.k. sem er ekki nema rúmur mánuður. Við sömdum um að skúrinn ljóti á lóðarmörkunum, sem tilheyrir nágrannanum, verði farinn þegar við komum. Það var góð lending í því máli.
Þessi næsti kafli sögunnar okkar verður væntanlega öðruvísi. Við höfum einu sinni áður búið utan Reykjavíkur. Það var á Akranesi á fyrstu metrunum okkar saman. Ég lærði þar til smíða. Það var góður tími, sem ég hugsa gjarnan svolítið værðarlega til.
Ég hef mikla trú á að við munum finna þessa notalegu tilfinningu í húsinu við ána.
Mér er ofarlega í huga við þessi tímamót hversu ótrúlegar stefnur lífið getur tekið. Það er með miklum ólíkindum að líta yfir farinn veg undanfarinna ára. Hvernig Thermo fyrirtækið reyndist lymskuleg svikamylla sem sendi okkur fjárhagslega niður á byrjunarreit aftur, eftir tíu ára streð við að vinna okkur upp úr gjaldþroti. Ólíkindaleg viðbrögð fólks við því, og svo viðskilnaður okkar úr kirkjunni í framhaldi af því.
Ég hef aldrei haft skýrari mynd af öllu þessu ferli en nú. Reynsla áranna hefur kennt mér á nótnaborð manneðlisins, hversu við erum mis innréttuð. Sumir eru af Guði gerðir þessi gæða manngerð, meðan aðrir eru í eðli sínu, flagð undir fögru skinni.
Það síðarnefnda hef ég, af einskærri sjálfselsku, hætt að nenna að eiga samskipti við.
Sumum finnst þetta vafalítið hrokafullt viðhorf. Það er samt ekki svo, heldur frjálst val. Enda eigum við góða vini í kringum okkur sem sprengja gjarnan gæðastaðla.
Í lagadeild hef ég líka kynnst mörgum með þessi gæða gen. Kannski hefur það eitthvað að gera með hvað þessir krakkar eru “heppnir í höfðinu”. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona hópi einstaklinga sem skara fram úr hvað greind og atgervi varðar. Margir þeirra hafa allt til að bera til að verða frábærir kennimenn og stjórnendur og eiga án nokkurs vafa eftir að verða áberandi einstaklingar í þjóðfélaginu - á eigin verðleikum. Í þessu síðastnefnda liggur þunginn, því mikil gjá skilur að þessa manngerð, og þá sem þurfa að skreyta sig annarra fjöðrum.
Lífið er svo stórkostlegt. Fjölbreytileiki þess er svo mikill ef maður leyfir því að dansa við sig. Sum danssporin verða að vísu svolítið þungbær eins og t.d. þau sem ég lýsti hér að ofan. En það góða er að ef maður leyfir dansinum að halda áfram, þá er eins og lífið sjálft leiði sporin og ákveði taktinn, og úr verður fallegur tangó.
Það er tilhlökkun í okkur.
Þessi næsti kafli sögunnar okkar verður væntanlega öðruvísi. Við höfum einu sinni áður búið utan Reykjavíkur. Það var á Akranesi á fyrstu metrunum okkar saman. Ég lærði þar til smíða. Það var góður tími, sem ég hugsa gjarnan svolítið værðarlega til.
Ég hef mikla trú á að við munum finna þessa notalegu tilfinningu í húsinu við ána.
Mér er ofarlega í huga við þessi tímamót hversu ótrúlegar stefnur lífið getur tekið. Það er með miklum ólíkindum að líta yfir farinn veg undanfarinna ára. Hvernig Thermo fyrirtækið reyndist lymskuleg svikamylla sem sendi okkur fjárhagslega niður á byrjunarreit aftur, eftir tíu ára streð við að vinna okkur upp úr gjaldþroti. Ólíkindaleg viðbrögð fólks við því, og svo viðskilnaður okkar úr kirkjunni í framhaldi af því.
Ég hef aldrei haft skýrari mynd af öllu þessu ferli en nú. Reynsla áranna hefur kennt mér á nótnaborð manneðlisins, hversu við erum mis innréttuð. Sumir eru af Guði gerðir þessi gæða manngerð, meðan aðrir eru í eðli sínu, flagð undir fögru skinni.
Það síðarnefnda hef ég, af einskærri sjálfselsku, hætt að nenna að eiga samskipti við.
Sumum finnst þetta vafalítið hrokafullt viðhorf. Það er samt ekki svo, heldur frjálst val. Enda eigum við góða vini í kringum okkur sem sprengja gjarnan gæðastaðla.
Í lagadeild hef ég líka kynnst mörgum með þessi gæða gen. Kannski hefur það eitthvað að gera með hvað þessir krakkar eru “heppnir í höfðinu”. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona hópi einstaklinga sem skara fram úr hvað greind og atgervi varðar. Margir þeirra hafa allt til að bera til að verða frábærir kennimenn og stjórnendur og eiga án nokkurs vafa eftir að verða áberandi einstaklingar í þjóðfélaginu - á eigin verðleikum. Í þessu síðastnefnda liggur þunginn, því mikil gjá skilur að þessa manngerð, og þá sem þurfa að skreyta sig annarra fjöðrum.
Lífið er svo stórkostlegt. Fjölbreytileiki þess er svo mikill ef maður leyfir því að dansa við sig. Sum danssporin verða að vísu svolítið þungbær eins og t.d. þau sem ég lýsti hér að ofan. En það góða er að ef maður leyfir dansinum að halda áfram, þá er eins og lífið sjálft leiði sporin og ákveði taktinn, og úr verður fallegur tangó.
Það er tilhlökkun í okkur.
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Það er komið sumar, sól í heiði skín........
Það heilsaði fallega í þetta skiptið. Gleðilegt sumar lesendur góðir.
Ég hef verið í sumarskapi í dag. Það er svo gaman þegar þessi tími rennur í garð. Farfuglarnir eru að koma með ..... flensuna sína.
Þau vöktu athygli mína orð landlæknis, held ég, frekar en yfirdýralæknis að þetta afbrigði fuglaflensu væri búið að vera í tíu ár meðal fugla heimsins. Aldrei orðið faraldur og aldrei breytt sér svo hún smitist milli manna.
Góðar fréttir, en fara ekki hátt. Ég held að við ættum ekki að vera að æðrast yfir þessu fuglakvefi. Við ættum frekar að hafa áhyggjur af einhverju öðru nærtækara.
T.d. virðist sem afskipti Danske Bank og fleiri preláta af þeim stofni, séu að hafa meiri og alvarlegri áhrif á íslenskt samfélag en nokkurn grunaði í byrjun .
Að vísu verður að segjast að íslendingar eru búnir að vera alltof neysluglaðir í góðærinu. Ótrúlegur fjöldi fólks er á kortaspítti þessa dagana og kann ekki leiðina út úr því. Því má segja að það hafi verið réttmætt hjá Den danske að spá timburmönnum.
Ég fékk sumargjöf frá Erlunni minni. Henni líkt. Það var dvd diskur “Veiðilandið” og er um þessa veiðiparadís sem landið okkar er. Ég var friðlaus eftir að hafa horft á hana.
Er að hugsa um að skella mér austur í Brúará í bleikjuna......!
Nei annars kannski ekki fyrr en eftir próf. En freistingin er fyrir hendi skal ég segja þér.
Annars er ég búinn að vera gríðarlega harður við sjálfan mig þessa prófatörn. Setti upp stífa stundatöflu fyrir mánuðinn og hef farið eftir henni nánast bókstaflega. Nokkuð kátur með það bara.
Ritgerðin er á síðustu metrunum. Ég er að skrifa um áhugavert efni sem gaman verður að sjá viðbrögðin við.
Eigið annars góða daga og njótið sumarsins framundan..
Ég hef verið í sumarskapi í dag. Það er svo gaman þegar þessi tími rennur í garð. Farfuglarnir eru að koma með ..... flensuna sína.
Þau vöktu athygli mína orð landlæknis, held ég, frekar en yfirdýralæknis að þetta afbrigði fuglaflensu væri búið að vera í tíu ár meðal fugla heimsins. Aldrei orðið faraldur og aldrei breytt sér svo hún smitist milli manna.
Góðar fréttir, en fara ekki hátt. Ég held að við ættum ekki að vera að æðrast yfir þessu fuglakvefi. Við ættum frekar að hafa áhyggjur af einhverju öðru nærtækara.
T.d. virðist sem afskipti Danske Bank og fleiri preláta af þeim stofni, séu að hafa meiri og alvarlegri áhrif á íslenskt samfélag en nokkurn grunaði í byrjun .
Að vísu verður að segjast að íslendingar eru búnir að vera alltof neysluglaðir í góðærinu. Ótrúlegur fjöldi fólks er á kortaspítti þessa dagana og kann ekki leiðina út úr því. Því má segja að það hafi verið réttmætt hjá Den danske að spá timburmönnum.
Ég fékk sumargjöf frá Erlunni minni. Henni líkt. Það var dvd diskur “Veiðilandið” og er um þessa veiðiparadís sem landið okkar er. Ég var friðlaus eftir að hafa horft á hana.
Er að hugsa um að skella mér austur í Brúará í bleikjuna......!
Nei annars kannski ekki fyrr en eftir próf. En freistingin er fyrir hendi skal ég segja þér.
Annars er ég búinn að vera gríðarlega harður við sjálfan mig þessa prófatörn. Setti upp stífa stundatöflu fyrir mánuðinn og hef farið eftir henni nánast bókstaflega. Nokkuð kátur með það bara.
Ritgerðin er á síðustu metrunum. Ég er að skrifa um áhugavert efni sem gaman verður að sjá viðbrögðin við.
Eigið annars góða daga og njótið sumarsins framundan..
sunnudagur, apríl 16, 2006
Páskar!
Ættu að vera stærsta hátíð kristinna manna. Þeir eru samt einhvern veginn skör lægra settir hjá almenningi, en t.d jólin. Um þessa hátíð ættum við að hafa fleiri orð en annað. Ekkert í kristni skiptir jafnmiklu máli og páskar. Ekkert sem jafnast á við þá merkilegu atburði sem gerðust þá.
Atburðir sem eru staðfestir af ótal samtímariturum. Upprisan, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni, upprisan sem er grundvallaratriði trúarinnar.
Hjá okkur fjölskyldunni eru páskar fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Við hittumst öll í eftirmiðdaginn og elduðum lamb saman. Við hæfi í tilefni dagsins, og ekki skemmir hið óviðjafnanlega gamaldags bragð, ekkert annað krydd notað en gert var í gamladaga, sósan brún, gamaldags, gerð úr soðinu.
Þetta var gott samfélag. Ekki var lesinn stafkrókur í lögunum og ekkert skrifað í ritgerðinni í dag. Dagurinn var algerlega helgaður tilefninu.
Erla er að búa til “málshátt” sem hún ætlar að gefa mér á eftir. Ég er búinn að búa til einn sem hún fær. Þetta er smá frumraun og auðvitað er ekki um málshátt að ræða þar sem við erum að búa þetta til. En það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Ég hlakka til að lesa hvað hún segir.
Minn er svona:
“Henni snemma varð það ljóst, að gefa af eigum sínum væri lítil gjöf, hin sanna gjöf væri að gefa af sjálfri sér, af þeirri gjöf hennar erum við fjölskyldan ríkust.”
Þetta á vel við hana, enda er konan fágæt perla og vandfundin. Þannig perlur verða djásn.
Gleðilega Páskahátíð vinir mínir
Atburðir sem eru staðfestir af ótal samtímariturum. Upprisan, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni, upprisan sem er grundvallaratriði trúarinnar.
Hjá okkur fjölskyldunni eru páskar fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Við hittumst öll í eftirmiðdaginn og elduðum lamb saman. Við hæfi í tilefni dagsins, og ekki skemmir hið óviðjafnanlega gamaldags bragð, ekkert annað krydd notað en gert var í gamladaga, sósan brún, gamaldags, gerð úr soðinu.
Þetta var gott samfélag. Ekki var lesinn stafkrókur í lögunum og ekkert skrifað í ritgerðinni í dag. Dagurinn var algerlega helgaður tilefninu.
Erla er að búa til “málshátt” sem hún ætlar að gefa mér á eftir. Ég er búinn að búa til einn sem hún fær. Þetta er smá frumraun og auðvitað er ekki um málshátt að ræða þar sem við erum að búa þetta til. En það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Ég hlakka til að lesa hvað hún segir.
Minn er svona:
“Henni snemma varð það ljóst, að gefa af eigum sínum væri lítil gjöf, hin sanna gjöf væri að gefa af sjálfri sér, af þeirri gjöf hennar erum við fjölskyldan ríkust.”
Þetta á vel við hana, enda er konan fágæt perla og vandfundin. Þannig perlur verða djásn.
Gleðilega Páskahátíð vinir mínir
laugardagur, apríl 15, 2006
Er að skoða grill.....
Hef aðeins verið að kíkja á grill á pallinn fyrir sumarið. Það er svo margt í boði. Á reyndar eitt st’Erling grill, mjög gott og ber fallegt nafn. En ég veit ekki hvort það annar öllum laxinum sem fer upp Ölfusá...!
Ég er búinn að finna eitt sem ég skoða á hverjum degi. Mér líst rosa vel á það. Það er átta gata, mjög flott. Hægt að grilla marga laxa í einu á því....ef margir koma í heimsókn.
Ég sé mig í anda, grilla og grilla og grilla og grilla og..............grilla.
Ég er búinn að finna eitt sem ég skoða á hverjum degi. Mér líst rosa vel á það. Það er átta gata, mjög flott. Hægt að grilla marga laxa í einu á því....ef margir koma í heimsókn.
Ég sé mig í anda, grilla og grilla og grilla og grilla og..............grilla.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Heilsan!
Er hún ekki stóra málið? Ég er búinn að vera kvefaður síðan í janúar, með hóstakviðum mismiklum. Ég hélt nú að þetta myndi rjátlast af mér, en svo hefur ekki orðið. Ég skrapp því loksins til læknis í morgun og lét hann kíkja á mig.
Niðurstaðan var sterkt sýklalyf. Óværan er að grassera í lungunum á mér og eins gott að reyna að kveða hana niður, áður en verra hlýst af. Hélt í nótt að ég væri kominn með lungnabólgu og er ekki frá því að sá grunur minn sé að styrkjast, þar sem ég er nú kominn með hita.
Gamli er því lasinn. Hann má illa við því. Hann á að vera að lesa fyrir próf og skrifa ritgerð.
Í það fer næsti mánuður og rúmlega það. Ég segi það enn: Það er mannréttindabrot að læsa náttúrubarn inni á þessum tíma......!
Ég hélt fyrirlestur um ritgerðina mína í gær fyrir nemendum og kennurum háskólans, fékk góðar viðtökur og mikið af spurningum úr sal. Held þetta hafi tekist nokkurn veginn skammlaust.
Ég verð samt að segja að efnið er þæfnara en ég átti von á. Ótrúlegt hvað fræðimenn eru á öndverðum meiði í þessum efnum og dómaframkvæmd er vægast sagt, afar misjöfn. Ég hélt að ég yrði ekki í vandræðum með að snara fram úr erminni góðri ritgerð úr verktakarétti, þó ég væri ekki búinn að læra hann. Það er bara í boði á meistarastigi.
Ég hef hinsvegar komist að því að lögfræðileg nálgun á efninu á lítið skylt við að vinna við fagið, sem ég gerði árum saman.
Samt finn ég að skilningur minn er dýpri á lögfræðilegu hliðinni vegna þessa bakgrunns. Enda eins gott þar sem stefnan var sett á byggingamarkaðinn strax í byrjun námsins.
Ég minnist orða Dr. Matthíasar G. Pálssonar sem kenndi mér samningarétt. Hann fór rétt lítillega inn á verktakarétt, en sagði til útskýringar á því, að verktakaréttur væri ekkert fyrir lögfræðinga, þetta væri heimur verkfræðinga. Margt til í því. Samt sem áður verða einhverjir lögfræðingar að sérhæfa sig á þessu sviði, því nóg er af málunum sem upp koma.
Ég held ég taki það rólega í kvöld og slaki á í hornsófanum með konunni minni, sjá svo til hvort ég verði ekki sprækari í fyrramálið.....
Njótið daganna vinir!
Niðurstaðan var sterkt sýklalyf. Óværan er að grassera í lungunum á mér og eins gott að reyna að kveða hana niður, áður en verra hlýst af. Hélt í nótt að ég væri kominn með lungnabólgu og er ekki frá því að sá grunur minn sé að styrkjast, þar sem ég er nú kominn með hita.
Gamli er því lasinn. Hann má illa við því. Hann á að vera að lesa fyrir próf og skrifa ritgerð.
Í það fer næsti mánuður og rúmlega það. Ég segi það enn: Það er mannréttindabrot að læsa náttúrubarn inni á þessum tíma......!
Ég hélt fyrirlestur um ritgerðina mína í gær fyrir nemendum og kennurum háskólans, fékk góðar viðtökur og mikið af spurningum úr sal. Held þetta hafi tekist nokkurn veginn skammlaust.
Ég verð samt að segja að efnið er þæfnara en ég átti von á. Ótrúlegt hvað fræðimenn eru á öndverðum meiði í þessum efnum og dómaframkvæmd er vægast sagt, afar misjöfn. Ég hélt að ég yrði ekki í vandræðum með að snara fram úr erminni góðri ritgerð úr verktakarétti, þó ég væri ekki búinn að læra hann. Það er bara í boði á meistarastigi.
Ég hef hinsvegar komist að því að lögfræðileg nálgun á efninu á lítið skylt við að vinna við fagið, sem ég gerði árum saman.
Samt finn ég að skilningur minn er dýpri á lögfræðilegu hliðinni vegna þessa bakgrunns. Enda eins gott þar sem stefnan var sett á byggingamarkaðinn strax í byrjun námsins.
Ég minnist orða Dr. Matthíasar G. Pálssonar sem kenndi mér samningarétt. Hann fór rétt lítillega inn á verktakarétt, en sagði til útskýringar á því, að verktakaréttur væri ekkert fyrir lögfræðinga, þetta væri heimur verkfræðinga. Margt til í því. Samt sem áður verða einhverjir lögfræðingar að sérhæfa sig á þessu sviði, því nóg er af málunum sem upp koma.
Ég held ég taki það rólega í kvöld og slaki á í hornsófanum með konunni minni, sjá svo til hvort ég verði ekki sprækari í fyrramálið.....
Njótið daganna vinir!
laugardagur, apríl 08, 2006
"Ég er ekki bara titill..!"
Ég stoppaði aðeins við þessi orð. Fannst hann ramba á athyglisverðan punkt.
Það er lítill vandi að fljóta með straumnum sem ber með sér gildi þjóðfélagsins hverju sinni og gleyma einmitt þessum sannleika.
Titladýrkun er óhugnanlega mikil í þjóðfélaginu í dag. Best er ef titillinn ber með sér ríkidæmi eða völd. Þá ertu merkilegur í augum samborgaranna.
Oft hefur farið í taugarnar á mér sá smáborgarabragur sem felst í því að tipla á tánum kringum stjórnmálamenn, eins og þeir séu guðlegar verur. Það er þó annar kapítuli sem væri efni í langan pistil.
Það er þannig, held ég, að menn átta sig oft ekki á þessum sannleika, sem Árni Sigfússon Sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Reykjanesbæ rambaði á í viðtali við Morgunblaðið í dag, fyrr en einhverskonar vanda ber að höndum sem er mönnum ofviða.
Það er oft þar, sem menn sjá hversu litlir þeir eru og hversu lífið er fallvalt og ofurselt
ytri aðstæðum sem menn ráða ekki við, - been there done that. Ég held að það hafi líka þau áhrif á menn að þeir koma auga á hvað þeir sjálfir, standa, þegar öllu er á botninn hvolft, nákvæmlega jafnir háu titlunum. Árni var eitt sinn borgarstjóri Reykjavíkur en er nú bæjarstjóri, hann var spurður út í ósigra á hinum pólitíska vettvangi í tilefni af því.
Hann hefur staðið frammi fyrir krabbameini í líkama eiginkonu sinnar, sem ekki leit vel út. Það hefur án efa fært honum í hendur verkfæri til að rekja hismi frá höfrum.
Ég held að það sé manninum hollt að standa frammi fyrir erfiðum kringumstæðum þar sem hann áttar sig á smæð sinni. Erfið reynsla getur skyndilega og óvægið sýnt fram á að verðmæti lífsins felast í allt öðru en fjármagni eða manndómstitlum. Þá verða titlar og peningar einskis virði, fyrir utan afatitilinn auðvitað....! Það sem þá öðlast vægi er utan þessara gervigilda, það verður mannlega hliðin sem snýr að einstaklingnum, sem tekur yfir öll gildi. Orð sem hlýja, handtak sem yljar, samkennd sem virkar, eins og lífgefandi afl inn í ofviða kringumstæður.
Ráðherrann, forstjórinn og doktorinn eru jafnberskjaldaðir frammi fyrir óumflýjanlegum ofviða kringumstæðum eins og róninn niðri á Austurvelli, allir eru jafnir.
Boðskapur páskanna ber með sér aðmýkingu sem færði jafnvel sjálfan Guðsson upp á kross, þar sem hann lét lífið sem sakamaður. Hann veifaði ekki titli sínum... þó ekkert hefði verið auðveldara!
Hvaða hrokagikkur æti ekki hattinn sinn, ef hann bara stæði í skugganum af honum?
Það er lítill vandi að fljóta með straumnum sem ber með sér gildi þjóðfélagsins hverju sinni og gleyma einmitt þessum sannleika.
Titladýrkun er óhugnanlega mikil í þjóðfélaginu í dag. Best er ef titillinn ber með sér ríkidæmi eða völd. Þá ertu merkilegur í augum samborgaranna.
Oft hefur farið í taugarnar á mér sá smáborgarabragur sem felst í því að tipla á tánum kringum stjórnmálamenn, eins og þeir séu guðlegar verur. Það er þó annar kapítuli sem væri efni í langan pistil.
Það er þannig, held ég, að menn átta sig oft ekki á þessum sannleika, sem Árni Sigfússon Sjálfstæðismaður og bæjarstjóri í Reykjanesbæ rambaði á í viðtali við Morgunblaðið í dag, fyrr en einhverskonar vanda ber að höndum sem er mönnum ofviða.
Það er oft þar, sem menn sjá hversu litlir þeir eru og hversu lífið er fallvalt og ofurselt
ytri aðstæðum sem menn ráða ekki við, - been there done that. Ég held að það hafi líka þau áhrif á menn að þeir koma auga á hvað þeir sjálfir, standa, þegar öllu er á botninn hvolft, nákvæmlega jafnir háu titlunum. Árni var eitt sinn borgarstjóri Reykjavíkur en er nú bæjarstjóri, hann var spurður út í ósigra á hinum pólitíska vettvangi í tilefni af því.
Hann hefur staðið frammi fyrir krabbameini í líkama eiginkonu sinnar, sem ekki leit vel út. Það hefur án efa fært honum í hendur verkfæri til að rekja hismi frá höfrum.
Ég held að það sé manninum hollt að standa frammi fyrir erfiðum kringumstæðum þar sem hann áttar sig á smæð sinni. Erfið reynsla getur skyndilega og óvægið sýnt fram á að verðmæti lífsins felast í allt öðru en fjármagni eða manndómstitlum. Þá verða titlar og peningar einskis virði, fyrir utan afatitilinn auðvitað....! Það sem þá öðlast vægi er utan þessara gervigilda, það verður mannlega hliðin sem snýr að einstaklingnum, sem tekur yfir öll gildi. Orð sem hlýja, handtak sem yljar, samkennd sem virkar, eins og lífgefandi afl inn í ofviða kringumstæður.
Ráðherrann, forstjórinn og doktorinn eru jafnberskjaldaðir frammi fyrir óumflýjanlegum ofviða kringumstæðum eins og róninn niðri á Austurvelli, allir eru jafnir.
Boðskapur páskanna ber með sér aðmýkingu sem færði jafnvel sjálfan Guðsson upp á kross, þar sem hann lét lífið sem sakamaður. Hann veifaði ekki titli sínum... þó ekkert hefði verið auðveldara!
Hvaða hrokagikkur æti ekki hattinn sinn, ef hann bara stæði í skugganum af honum?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)