....var haldinn með lækni og hjúkrunarliði á sjúkrahúsinu í dag vegna Hjalla. Þar var nokkrum staðreyndum málsins teflt fram af fagfólki. Hjalli er með alvarlega lömun í vinstri hlið líkamans. Hann er með bjúg í heilanum sem orsakar þrýsting sem mun hjaðna á næstu vikum. Blóðþrýstingurinn þarf að vera hár meðan bjúgurinn er til staðar til að yfirvinna þrýstinginn inni í höfðinu svo eðlilegt blóðflæði verði um heilann.
Hann er með svokallað gaumstol (hef ekki heyrt orðið fyrr) sem þýðir að hann hefur ekki skynjun til vinstri, veit varla um vinstri hliðina á sér. Þetta gaumstol er að sögn læknisins alvarlegra en lömunin sjálf því ekki er hægt að þjálfa neitt upp nema þetta gaumstol minnki eða hverfi. Hann gaf þó góða von um að þetta gengi til baka vegna þess að blæðingin var svo djúpt inni í heilanum. Það hefði litið verr út ef blætt hefði nær heilaberkinum.
Það er ljóst að núna tekur við mikil vinna og erfiði hjá honum og fjölskyldunni. Það kom að því að vestfirska þrjóskan sem hann er þekktur fyrir kemur að gagni.
Allavega mun viljastyrkur og dugnaður koma að góðum notum við átökin framundan.
Hlutverk okkar hinna er það sama og Péturs forðum þegar hann læknaði lama manninn við Fögrudyr “Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef gef ég þér, í nafni Jesú Krists statt upp og gakk”
Kannski ekki í orðsins fyllstu þar sem slíkt krefst gríðarlega sterkrar trúar, eeeen.....
“Postularnir sögðu við Drottinn: Auk oss trú”. Það var snilldarbæn. Það er jú víst trúin sem fytur fjöll og reisti við lama manninn. Höfum þetta því hliðar bænina okkar.
Við tökum upp kartöflur á hjánum. Við uppskerum andlega hluti, (bænasvör)
.....oftast líka á hnjánum.
3 ummæli:
Ég bið þess að hann hafi valið rétta veginn og gefið lífið sitt Kristi.
Guð læknar, leysir og uppfyllir!
Megi Hjalli vera algjörlega á valdi Guðs.
Verði Guðs vilji og bið ég að Hjalli og fjölskyldan hans finni fyrir nærveru Drottins í gegnum þessa erfiðleika!
ps: Ekki er svo verra að hafa þrjóskuna að vestan sem vopn inní baráttu sem þessa... : )
Karlott (Ísfirðingur)
Guð megnar mikið kv Ásta
Sæll Erlingur.
Rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun. Það er hægt að gera ýmislegt til að draga úr gaumstolseinkennum. Ýmiskonar þjálfun hefur komið að gagni og því er ekki rétt að ekkert sé hægt að gera. Ég vísa á grein í laeknabladinu.is sem kom út í lok síðasta árs um gaumstol sem gæti kannski hjálpað eitthvað.
Styrmir Sævarsson, nemi í taugasálfræði
Skrifa ummæli